Segir fyrningarleið ávísun á gjaldþrot 2. apríl 2009 05:15 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Ef næsta ríkisstjórn fer þá leið sem núverandi stjórnarflokkar boða og fyrnir veiðiheimildir verða útgerðir landsins gjaldþrota á fáum árum og í kjölfarið verður nýreist bankakerfi landsins gjaldþrota. Þar með legðust skuldir sjávarútvegsins, sem Seðlabankanum reiknast til að séu um 500 milljarðar króna, á íslenskan almenning. Þetta er niðurstaða úttektar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem einnig á sæti í stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna, hefur gert. Hann segir að miðað við núverandi aðstæður verði 1,9 krónur af hverju þorskígildi eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. „Það er nú allt og sumt,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Og þarna á víst að vera gullnáman sem ýmsir stjórnmálamenn, meðal annars landsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, telja að sé til staðar í sjávarútveginum og hægt sé að ná sér í hnefa til að stoppa í fjárlagagöt og fleira.“ Hann segir enn fremur að sömu hugmyndir um fyrrningarleið hafi verið í umræðunni fyrir kosningarnar 2003. „Og þá fékk Vinnslustöðin endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til þess að meta áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var miðað við að félagið leigði af ríkinu þann kvóta sem það hefði misst vegna fyrningarinnar. Félagið stóð þá, líkt og nú, þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.“ Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar“ með hörmulegum aðgerðum,“ segir hann. „Lausnin átti einhvern tímann að felast í því að setja skuttogara í hvert pláss, loðdýrarækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem komið var, dot-com fyrirtæki og nú síðast gengu draumóramenn um í leiðslu fagnaðarerindis um Ísland sem fjármálamiðstöð veraldarinnar. Við verðum hreinlega að koma okkur á jörðina.“ Við úttektina notaði hann ársreikninga fimmtán til átján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins frá árinu 2001 til 2007 en þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62 prósentum allra aflaheimilda við landið. jse@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ef næsta ríkisstjórn fer þá leið sem núverandi stjórnarflokkar boða og fyrnir veiðiheimildir verða útgerðir landsins gjaldþrota á fáum árum og í kjölfarið verður nýreist bankakerfi landsins gjaldþrota. Þar með legðust skuldir sjávarútvegsins, sem Seðlabankanum reiknast til að séu um 500 milljarðar króna, á íslenskan almenning. Þetta er niðurstaða úttektar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem einnig á sæti í stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna, hefur gert. Hann segir að miðað við núverandi aðstæður verði 1,9 krónur af hverju þorskígildi eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. „Það er nú allt og sumt,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Og þarna á víst að vera gullnáman sem ýmsir stjórnmálamenn, meðal annars landsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, telja að sé til staðar í sjávarútveginum og hægt sé að ná sér í hnefa til að stoppa í fjárlagagöt og fleira.“ Hann segir enn fremur að sömu hugmyndir um fyrrningarleið hafi verið í umræðunni fyrir kosningarnar 2003. „Og þá fékk Vinnslustöðin endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til þess að meta áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var miðað við að félagið leigði af ríkinu þann kvóta sem það hefði misst vegna fyrningarinnar. Félagið stóð þá, líkt og nú, þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.“ Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar“ með hörmulegum aðgerðum,“ segir hann. „Lausnin átti einhvern tímann að felast í því að setja skuttogara í hvert pláss, loðdýrarækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem komið var, dot-com fyrirtæki og nú síðast gengu draumóramenn um í leiðslu fagnaðarerindis um Ísland sem fjármálamiðstöð veraldarinnar. Við verðum hreinlega að koma okkur á jörðina.“ Við úttektina notaði hann ársreikninga fimmtán til átján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins frá árinu 2001 til 2007 en þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62 prósentum allra aflaheimilda við landið. jse@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira