Fótbolti

Áfengisbann í Róm á miðvikudaginn

Lögreglan í Róm er klár í slaginn eins og sjá má á þessari mynd
Lögreglan í Róm er klár í slaginn eins og sjá má á þessari mynd AFP

Hætt er við því að ölkærir stuðningsmenn Manchester United og Barcelona verði fyrir vonbrigðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið.

Borgaryfirvöld í Róm hafa komið á algjöru áfengisbanni í borginni á leikdag af ótta við ólæti stuðningsmanna liðanna.

Búist er við því að yfir 67,000 stuðningsmenn beggja liða verði í Róm á leiktdag.

Bannið gildir um alla borg, á flugstöðvum og lestarstöðvum. Það nær frá þriðjudagskvöldi og fram á morgun á fimmtudag.

Þá hefur lögreglan í Róm nokkrar áhyggjur af fölsuðum miðum sem eru í umferð á svörtum markaði í borginni, en sagt er að allt að 5,000 manns muni leggja leið sína til Rómar án þess að hafa aðgöngumiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×