Staða efnahagsmála verri en talið var 7. apríl 2009 08:45 Rólegt Umsvif á hafnarbakkanum eru nú minni en oft áður, enda hefur innflutningur dregist verulega saman. En útflutningsatvinnuvegirnir eiga líka undir högg að sækja sökum lækkandi söluverðs. Fréttablaðið/GVA Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentustigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahagskreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskiptalanda Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mikilli bjartsýni. Fiskverð hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerðinni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun ársins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst tiltölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sammála um að við núverandi aðstæður væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeigandi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slökun peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunardagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar voru verri á vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans 19. mars en við stýrivaxtaákvörðun 29. janúar. Þetta má lesa úr fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, frá 17. og 18. mars. Þar er gerð grein fyrir ákvörðunum nefndarinnar um eins prósentustigs lækkun stýrivaxta 19. mars og forsendum þeirra. Um miðjan mars var eftirspurn í heiminum orðin minni en gert hafði verið ráð fyrir, efnahagskreppan hafði dýpkað á heimsvísu og vaxtarhorfur helstu viðskiptalanda Íslendinga versnað. Áhrif þessa komu fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðir. Í fundargerðinni segir að spáð sé að verð á áli fyrir árið 2009 verði um átta prósentum lægra en áætlað var í janúar. Þá sýni ný gögn um sjávarútveginn að spáin í janúar hafi byggt á of mikilli bjartsýni. Fiskverð hafi lækkað um fjögur prósent milli mánaða í janúar og hafi haldið áfram að lækka í febrúar og mars. Endurskipulagning innlenda bankakerfisins gekk hægar en ætlað var samkvæmt fundargerðinni. Útlán innlánsstofnana frá bankahruninu hafi verið nánast engin. Þá hafi gengi krónunnar veikst, eftir hækkun í byrjun ársins. Í fundargerðinni kemur fram að þjóðarbúskapurinn aðlagist hratt, sem endurspegli sveigjanleika hans. Verðbólguþrýstingur muni óðum hverfa og verðlag verða stöðugt á meðan gengið helst tiltölulega stöðugt. Peningastefnunefndin var sammála um að við núverandi aðstæður væri mikilvægast að tryggja gengisstöðugleika. Því var tekin ákvörðun um hóflega lækkun stýrivaxta, úr átján prósentum í sautján. Það hafi verið viðeigandi með hliðsjón af hugsanlegum neikvæðum áhrifum af slökun peningastefnu á stöðugleika krónunnar. Birting fundargerða í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar er nýmæli. Í nýjum lögum um Seðlabankann frá því í febrúar er kveðið á um að þær skuli birta tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Þórarinn G. Pétursson, starfandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Að líkindum funda þeir nú stíft, enda viðbótarvaxtaákvörðunardagur á morgun. holmfridur@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira