VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val Ómar Þorgeirsson skrifar 6. júlí 2009 12:00 Atli Sveinn Þórarinsson. Mynd/Vilhelm Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15 Íslenski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15
Íslenski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira