Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni 20. apríl 2009 19:40 Árni Páll Árnason segir að aðildarviðræður við ESB séu brýnasta málið eftir kosningar. Mynd/ Anton Brink. Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir náttúruauðlindum Íslendinga. Líklegt er að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð muni reyna stjórnarmyndunarviðræður, en skoðanakannanir á fylgi benda til að myndun meirihluta þessa tveggja stjórnmálaflokka gæti orðið að veruleika eftir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og menntamálaráðherra sagði að enginn gæti sett ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sagði að VG hefði sett mikinn fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið. Benti hún á að lýðræðishalli væri í Evrópusambandinu og að sjávarútvegsstefna og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins myndi ekki gera það fýsilegan kost fyrir Íslendinga. En Katrín sagði að ef Íslendingar myndu sækja um í sambandinu ætti ekki að gera það í einhverjum asa heldur að vel yfirlögðu ráði. Illugi Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn væri á móti aðild og benti á ályktun landsfundar flokksins máli sínu til stuðnings. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn vildi sækja um aðild með ákveðnum skilyrðum, einkum þeim að tekið yrði tillit til sjónarmiða Íslendinga í sjávarútvegsmálum. Kosningar 2009 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir náttúruauðlindum Íslendinga. Líklegt er að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð muni reyna stjórnarmyndunarviðræður, en skoðanakannanir á fylgi benda til að myndun meirihluta þessa tveggja stjórnmálaflokka gæti orðið að veruleika eftir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og menntamálaráðherra sagði að enginn gæti sett ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sagði að VG hefði sett mikinn fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið. Benti hún á að lýðræðishalli væri í Evrópusambandinu og að sjávarútvegsstefna og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins myndi ekki gera það fýsilegan kost fyrir Íslendinga. En Katrín sagði að ef Íslendingar myndu sækja um í sambandinu ætti ekki að gera það í einhverjum asa heldur að vel yfirlögðu ráði. Illugi Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn væri á móti aðild og benti á ályktun landsfundar flokksins máli sínu til stuðnings. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn vildi sækja um aðild með ákveðnum skilyrðum, einkum þeim að tekið yrði tillit til sjónarmiða Íslendinga í sjávarútvegsmálum.
Kosningar 2009 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira