Enn frestar Woods að ræða við lögreglu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2009 10:45 Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður. Svo reyndist þó ekki vera og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Woods fór af heimili sínu um miðja nótt og hlaut áverka í andliti er hann ók á brunahana og tré, skammt frá heimili sínu. Það var Elin, eiginkona hans, sem heyrði í slysinu og kom fyrst á vettvang. Hún komst inn í bílinn með því að brjóta eina bílrúðina með golfkylfu og náði að draga Tiger úr bílnum. Lögreglan hefur Woods ekki grunaðan um ölvunarakstur en vill þó yfirheyra hann vegna slyssins. Það var ekki hægt á föstudagskvöldið þar sem Tiger var þá að hvíla sig. Lögreglan greindi svo frá því í gær að enn hefði ekki verið hægt að yfirheyra Woods þar sem að umboðsmaður Tiger sagði að hjónin gætu ekki rætt við lögregluna fyrr en á sunnudaginn, í dag. „Það er óvenjulegt að við höfum ekki fengið að ræða við hann enn," sagði fulltrúi lögreglu. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður. Svo reyndist þó ekki vera og var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu síðar um daginn. Woods fór af heimili sínu um miðja nótt og hlaut áverka í andliti er hann ók á brunahana og tré, skammt frá heimili sínu. Það var Elin, eiginkona hans, sem heyrði í slysinu og kom fyrst á vettvang. Hún komst inn í bílinn með því að brjóta eina bílrúðina með golfkylfu og náði að draga Tiger úr bílnum. Lögreglan hefur Woods ekki grunaðan um ölvunarakstur en vill þó yfirheyra hann vegna slyssins. Það var ekki hægt á föstudagskvöldið þar sem Tiger var þá að hvíla sig. Lögreglan greindi svo frá því í gær að enn hefði ekki verið hægt að yfirheyra Woods þar sem að umboðsmaður Tiger sagði að hjónin gætu ekki rætt við lögregluna fyrr en á sunnudaginn, í dag. „Það er óvenjulegt að við höfum ekki fengið að ræða við hann enn," sagði fulltrúi lögreglu.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira