Stjórnmálamenn fengu óeðlilega fyrirgreiðslu úr bönkum 21. apríl 2009 18:30 Mörg dæmi eru um að stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Þetta var kallað vildarkjarakerfið eða "special deal". Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir bankahrunið hafi ýmsir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn, fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum. Í þessum hópi var einnig fólk sem tengdist stjórnmálamönnum og forsvarsmenn lífeyrissjóða. Í sumum tilvikum var um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að leggja fram nein veð. Slík fyrirgreiðsla var ekki í boði fyrir almenning. Þetta var í hópi banka- og stjórnmálamanna kallað "special deal" sem mætti kalla vildarkjör, eða vildarkjarakerfi stjórnmálamanna. Stundum þurfti einungis eitt símtal til þess að fá fyrirgreiðslu af þessu tagi. Ef vel gekk og hlutabréf hækkuðu í verði myndaðist eigið fé og menn högnuðust, en ef illa gekk og verð hlutabréfa lækkaði þurftu þeir ekki að taka skellinn. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar meðal annars hvort stjórnmálamenn hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu, eins og fréttastofan hefur áður greint frá. Rannsóknanefndin hefur heimild til að keyra kennitölur stjórnmálamanna í gegnum bankakerfið til að rekja slóð fjármuna. Bankaleynd gildir ekki um þá aðgerð. Hins vegar gildir rík bankaleynd í Lúxemborg, en talið er að hluti af þessum viðskiptum hafi farið fram í gegnum dótturfélög íslensku viðskiptabankanna þar. Það torveldar starf Rannsóknarnefndarinnar, sem hefur enn ekki heimild til að fá þær upplýsingar sem hún óskar eftir að fá þaðan. Kosningar 2009 Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Mörg dæmi eru um að stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, aðilar tengdir þeim og forsvarsmenn lífeyrissjóða, hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Þetta var kallað vildarkjarakerfið eða "special deal". Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að fyrir bankahrunið hafi ýmsir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórn, fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu viðskiptabönkunum. Í þessum hópi var einnig fólk sem tengdist stjórnmálamönnum og forsvarsmenn lífeyrissjóða. Í sumum tilvikum var um að ræða tugmilljóna króna lán til þess að kaupa hlutabréf, meðal annars í bönkunum sjálfum, án þess að leggja fram nein veð. Slík fyrirgreiðsla var ekki í boði fyrir almenning. Þetta var í hópi banka- og stjórnmálamanna kallað "special deal" sem mætti kalla vildarkjör, eða vildarkjarakerfi stjórnmálamanna. Stundum þurfti einungis eitt símtal til þess að fá fyrirgreiðslu af þessu tagi. Ef vel gekk og hlutabréf hækkuðu í verði myndaðist eigið fé og menn högnuðust, en ef illa gekk og verð hlutabréfa lækkaði þurftu þeir ekki að taka skellinn. Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið rannsakar meðal annars hvort stjórnmálamenn hafi notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bankakerfinu, eins og fréttastofan hefur áður greint frá. Rannsóknanefndin hefur heimild til að keyra kennitölur stjórnmálamanna í gegnum bankakerfið til að rekja slóð fjármuna. Bankaleynd gildir ekki um þá aðgerð. Hins vegar gildir rík bankaleynd í Lúxemborg, en talið er að hluti af þessum viðskiptum hafi farið fram í gegnum dótturfélög íslensku viðskiptabankanna þar. Það torveldar starf Rannsóknarnefndarinnar, sem hefur enn ekki heimild til að fá þær upplýsingar sem hún óskar eftir að fá þaðan.
Kosningar 2009 Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira