IE-deild karla: Ótrúlegur sigur hjá Grindvíkingum Ómar Þorgeirsson skrifar 19. október 2009 21:30 Justin Shouse. Mynd/Stefán Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33) Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33)
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira