Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna 24. apríl 2009 05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. stigur@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. stigur@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira