Leikmenn Vals: Yndisleg tilfinning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2009 22:57 Kristín Ýr með ungum stuðningsmönnum í kvöld. Mynd/Stefán Það voru kampakátir leikmenn Vals sem Vísir hitti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 sigur á Keflavík í kvöld. Mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok enda varð Valur Íslandsmeistari fjórða árið í röð og í fimmta sinn á undanförnum sex tímabilum. Árangurinn er glæsilegur. „Þetta er yndisleg tilfinning og í raun ólýsanleg. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í undirbúningstímabili í rúmlega hálft ár. Þetta er augnablikið sem maður hefur verið að bíða eftir,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem skoraði þrennu fyrir Val í kvöld. Hún missti af mörgum titlum með Val á meðan hún var að glíma við erfið meiðsli. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2004 og svo aftur í fyrra en þá kom hún lítið við sögu. „Það var ömurlegt að geta ekki tekið þátt í þessu öll árin þegar ég var meidd. Það var samt auðvitað mjög gaman í fyrra en þetta er alveg einstakt.“ Hún segir mikla vinnu að baki hjá sér. „Ég hef verið dugleg að fara til sjúkraþjálfara og er gaman að sjá alla þessa vinnu skila sér nú.“ María Björg Ágústsdóttir, markvörður Vals, varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta sinn á sínum ferli. „Þetta er búin að vera löng bið,“ sagði María. „En tilfinningin er ljómandi góð. Við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum í sumar en áður var það oft þannig að mótið var búið eftir einn tapleik. Þannig var það ekki í sumar og það gerði þetta enn skemmtilegra.“ Hallbera Guðný Gísladóttir á afmæli í dag og fékk því góða afmælisgjöf í dag. „Þetta er toppurinn,“ sagði Hallbera. „Áhorfendur hafa verið frábærar og sumarið hefur verið mjög gott. Vonandi gerum við betur með því að taka bikarinn líka og fara langt í Evrópukeppninni.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Það voru kampakátir leikmenn Vals sem Vísir hitti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 sigur á Keflavík í kvöld. Mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok enda varð Valur Íslandsmeistari fjórða árið í röð og í fimmta sinn á undanförnum sex tímabilum. Árangurinn er glæsilegur. „Þetta er yndisleg tilfinning og í raun ólýsanleg. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í undirbúningstímabili í rúmlega hálft ár. Þetta er augnablikið sem maður hefur verið að bíða eftir,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem skoraði þrennu fyrir Val í kvöld. Hún missti af mörgum titlum með Val á meðan hún var að glíma við erfið meiðsli. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2004 og svo aftur í fyrra en þá kom hún lítið við sögu. „Það var ömurlegt að geta ekki tekið þátt í þessu öll árin þegar ég var meidd. Það var samt auðvitað mjög gaman í fyrra en þetta er alveg einstakt.“ Hún segir mikla vinnu að baki hjá sér. „Ég hef verið dugleg að fara til sjúkraþjálfara og er gaman að sjá alla þessa vinnu skila sér nú.“ María Björg Ágústsdóttir, markvörður Vals, varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta sinn á sínum ferli. „Þetta er búin að vera löng bið,“ sagði María. „En tilfinningin er ljómandi góð. Við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum í sumar en áður var það oft þannig að mótið var búið eftir einn tapleik. Þannig var það ekki í sumar og það gerði þetta enn skemmtilegra.“ Hallbera Guðný Gísladóttir á afmæli í dag og fékk því góða afmælisgjöf í dag. „Þetta er toppurinn,“ sagði Hallbera. „Áhorfendur hafa verið frábærar og sumarið hefur verið mjög gott. Vonandi gerum við betur með því að taka bikarinn líka og fara langt í Evrópukeppninni.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19