Stím-málið ekki enn borist ákæruvaldinu 20. október 2009 06:00 Glitnir Grunur leikur á að Glitnir og móðurfélagið FL Group hafi lánað Stími, sem var að stórum hluta í eigu Glitnis, til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group gegn veðum í bréfunum. Þannig hafi átt að hífa upp verðið á bréfunum. fréttablaðið/heiða Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í júní, fyrir hálfum fimmta mánuði, greindi Morgunblaðið frá því að FME myndi „á næstunni“ senda málið til ákæruvalds. Stím-málið var eitt fyrsta málið sem tengt er meintum óeðlilegum viðskiptum sem rataði í fjölmiðla eftir hrunið fyrir ári. Stím hét áður FS37 og var stofnað af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar. Gamli Glitnir, sem var að stórum hluta í eigu eins helsta viðskiptafélaga Pálma, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók félagið yfir og skírði það Stím. Félaginu var ætlað að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 24,8 milljarða króna. Helstu viðskiptavinum Glitnis var síðan boðið að kaupa í Stími, en Glitnir var eftir sem áður stærsti eigandinn með 32,5 prósenta hlut. Glitnir og FL Group lánuðu svo Stími fyrir 90 prósentum af hlutabréfakaupunum með veðum í bréfunum sjálfum. Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin fyrst til skoðunar haustið 2007 án þess að grípa til aðgerða og síðan aftur þegar málið komst í hámæli í fyrra. Þá kom ýmislegt nýtt í ljós og hefur síðan verið í rannsókn hvort um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun var að ræða, til þess ætluð að hífa upp verð á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið reynst öllu flóknara en búist var við og rannsókn FME því sóst mun hægar en menn áttu von á í sumar. Heimildir herma að líklega muni málið að endingu lenda hjá sérstökum saksóknara. Stjórnarformaður Stíms, útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason úr Bolungarvík, var skráður fyrir félaginu. Hann átti jafnframt tíu prósent í félaginu. Jakob Valgeir sagðist í fjölmiðlum á sínum tíma fullviss um að athugun FME á Stími myndi ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós. stigur@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í júní, fyrir hálfum fimmta mánuði, greindi Morgunblaðið frá því að FME myndi „á næstunni“ senda málið til ákæruvalds. Stím-málið var eitt fyrsta málið sem tengt er meintum óeðlilegum viðskiptum sem rataði í fjölmiðla eftir hrunið fyrir ári. Stím hét áður FS37 og var stofnað af Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar. Gamli Glitnir, sem var að stórum hluta í eigu eins helsta viðskiptafélaga Pálma, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók félagið yfir og skírði það Stím. Félaginu var ætlað að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 24,8 milljarða króna. Helstu viðskiptavinum Glitnis var síðan boðið að kaupa í Stími, en Glitnir var eftir sem áður stærsti eigandinn með 32,5 prósenta hlut. Glitnir og FL Group lánuðu svo Stími fyrir 90 prósentum af hlutabréfakaupunum með veðum í bréfunum sjálfum. Fjármálaeftirlitið tók viðskiptin fyrst til skoðunar haustið 2007 án þess að grípa til aðgerða og síðan aftur þegar málið komst í hámæli í fyrra. Þá kom ýmislegt nýtt í ljós og hefur síðan verið í rannsókn hvort um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun var að ræða, til þess ætluð að hífa upp verð á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur málið reynst öllu flóknara en búist var við og rannsókn FME því sóst mun hægar en menn áttu von á í sumar. Heimildir herma að líklega muni málið að endingu lenda hjá sérstökum saksóknara. Stjórnarformaður Stíms, útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason úr Bolungarvík, var skráður fyrir félaginu. Hann átti jafnframt tíu prósent í félaginu. Jakob Valgeir sagðist í fjölmiðlum á sínum tíma fullviss um að athugun FME á Stími myndi ekki leiða neitt óeðlilegt í ljós. stigur@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira