„Ég hef ekkert íhugað þetta sérstaklega," svarar bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson hvort hann hyggi á framboð til Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Fyrsti þingmaður kjördæmisins, Gunnar Svavarsson, tilkynnti á kjördæmaþingi flokksins í gærkvöldi að hann hyggðist ekki sækjast eftir áframhaldandi kjöri á þingi.
Flokksmenn hafa velt vöngum fyrir því hver eigi þá að taka sæti Gunnars og er rætt um Lúðvík í því samhengi. Sjálfur segist Lúðvík ekkert útiloka neitt en tekur fram að flokkurinn hljóti að setjast niður og skoða hvernig best sér að tryggja öflugan málsvara Hafnfirðinga inn á þing.
Lúðvík segir að ákvörðun Gunnars hafi komið honum, og öðrum flokksmönnum, í opna skjöldu. Gunnar segir að ákvörðun sín sé tekin vegna þess að endurnýjunar sé þörf á Alþingi, hann hafi nú svarað því kalli.