Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing styrktu Samfylkinguna um samtals þrettán milljónir á árinu 2006 eftir því heimildir Vísis herma.
Landsbankinn var ásamt Kaupþingi stærsti styrktaraðili Samfylkingarinnar en bankanrir greiddu flokknum hvor um sig tæpar fimm milljónir á árinu 2006. Landsbankinn greiddi eins og frægt er orðið Sjálfstæðisflokknum 25 milljónir á sama ári. Glitnir styrkti Samfylkinguna um þrjár milljónir.