Goðsögn og furðufugl Sverrir Jakobsson skrifar 30. júní 2009 06:00 Sviplegt fráfall Michaels Jackson í seinustu viku markar tímamót fyrir fólk af minni kynslóð. Enda þótt Jackson hafi einungis verið fimmtugur að aldri er hann lést er hann maður sem fólk á fertugsaldri hefur alltaf þekkt. Hann var orðinn poppstjarna tíu ára gamall með sönghópnum Jackson Five sem var skipuð fimm bræðrum frá Indiana og var Michael sá yngsti en varð þó fljótlega aðalsöngvarinn. Faðir hans, Joe Jackson, var fyrrverandi boxari og rak syni sína áfram með harðri hendi. Fljótlega fór Michael að syngja einn og varð stórstjarna á áttunda og níunda áratugnum. Hafa líklega fáir dægurlagatónlistarmenn notið meiri vinsælda. En síðan gerðist eitthvað. Sérviska Jacksons vakti æ meiri athygli fjölmiðla. Jackson hafði nefbrotnað við dansæfingar árið 1979 og fór í kjölfarið í fjölmargar skurðaðgerðir. Minna nef og fölari ásýnd urðu til þess að hann var sakaður um að þrá „hvítara" útlit. Vegna dansþjálfunar var Jackson í ströngu aðhaldi á mataræði og vakti það grun um að hann þjáðist af átröskunum. Á þessum tíma fannst söngvaranum þó flestöll fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða og ýtti hann meira að segja sjálfur undir orðróm um að hann svæfi í súrefnistjaldi til að varðveita æsku sína. Lýsti hann sjálfum sér sem Pétri Pan - manni sem væri síbernskur, en veruleikinn var öllu kaldranalegri. Í raun hafði bernska hans einkennst af vinnu og striti til að standa undir metnaði föður hans. Velgengni Jacksons á níunda áratugnum skyggði jafnan á orðróminn um sérvisku hans. Hæst náði velgengni hans í kringum plöturnar Of the Wall, Thriller og Bad þar sem hann átti í samstarfi við Quincy Jones. Verk hans sem unnin voru á tíunda áratugnum seldust einnig vel en þó ekki eins og fyrri plöturnar. Jackson fór nú að hafa áhyggjur af neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um sig og mætti í viðtal við Opruh Winfrey til að bera söguburðinn til baka. Það hafði þó lítil áhrif og nú bættust við málsóknir á hann fyrir misnotkun á börnum. Var Jackson fyrir rétti 1993-1994 vegna slíkra mála en á endanum var fallið frá málaferlum gegn greiðslu hárra skaðabóta. Í kjölfarið varð Jackson háður verkjalyfjum og hélt áfram að léttast. Árið 1994 gekk hann að eiga Lisu Presley, dóttur stórsöngvarans Elvis Presley, en í fjölmiðlum var ýjað að því að hjónabandið væri sýndarmennska til að slá á ímynd Jacksons sem furðufugls. Eftir skilnaðinn við Presley gekk hann að eiga hjúkrunarkonuna Deborah Rowe og áttu þau tvö börn, en þau skildu 1999. Eftir það gafst Jackson upp á hjónabandi og hefðbundnu fjölskyldulífi, en eignaðist son með staðgöngumóður árið 2002. Fréttir af einkalífi Jacksons skyggðu á tónlistarferilinn og ekki bætti úr skák að hann var aftur sakaður um misnotkun á börnum árið 2003. Eftir löng réttarhöld var hann þó sýknaður og samkvæmt vitnisburði læknis átti Jackson að vera á sama þroskastigi og 10 ára barn. Í kjölfarið flutti Jackson um tíma til Bahrain og voru uppi getgátur um að hann hefði snúist til Islam. Andlát Jacksons hefur vakið upp umræðu um sérvisku hans þar sem kastljósið hefur einkum beinst að lyfjamisnotkun hans og óeðlilegu þyngdartapi. Á hinn bóginn hafa plötur Jacksons nú aftur rokið upp metsölulistana og orðstír hans sem dægurtónlistarmanns lifir ennþá góðu lífi. Enginn vafi er á því að hæfileikar hans voru miklir en þeir féllu iðulega í skuggann af því sem var óhefðbundið og skringilegt við hegðun hans og einkalíf. Sem barnastjarna galt Jackson frægðina dýru verði og hélt áfram að gera það eftir að hann komst á fullorðinsár. Á bak við hina miklu og löngu sögu um furðufuglinn Michael Jackson leynist líklega hin óhugsaða krafa okkar venjulega fólksins um að stórstjörnur eigi að vera eins og við hin, þó að líf þeirra sé á engan hátt líkt því sem flest okkar búa við. Mikilvægur hluti af ímyndarsmíð stjarnanna snýst því um að telja almenningi trú um að þær séu þverskurður af samfélaginu en ekki afbrigðilegir einstaklingar. Jackson reyndi að svara þessu með því marka sér bás sem annars konar stjörnu, sérvitringi og furðufugli. En hann komst aldrei upp með það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun
Sviplegt fráfall Michaels Jackson í seinustu viku markar tímamót fyrir fólk af minni kynslóð. Enda þótt Jackson hafi einungis verið fimmtugur að aldri er hann lést er hann maður sem fólk á fertugsaldri hefur alltaf þekkt. Hann var orðinn poppstjarna tíu ára gamall með sönghópnum Jackson Five sem var skipuð fimm bræðrum frá Indiana og var Michael sá yngsti en varð þó fljótlega aðalsöngvarinn. Faðir hans, Joe Jackson, var fyrrverandi boxari og rak syni sína áfram með harðri hendi. Fljótlega fór Michael að syngja einn og varð stórstjarna á áttunda og níunda áratugnum. Hafa líklega fáir dægurlagatónlistarmenn notið meiri vinsælda. En síðan gerðist eitthvað. Sérviska Jacksons vakti æ meiri athygli fjölmiðla. Jackson hafði nefbrotnað við dansæfingar árið 1979 og fór í kjölfarið í fjölmargar skurðaðgerðir. Minna nef og fölari ásýnd urðu til þess að hann var sakaður um að þrá „hvítara" útlit. Vegna dansþjálfunar var Jackson í ströngu aðhaldi á mataræði og vakti það grun um að hann þjáðist af átröskunum. Á þessum tíma fannst söngvaranum þó flestöll fjölmiðlaumfjöllun af hinu góða og ýtti hann meira að segja sjálfur undir orðróm um að hann svæfi í súrefnistjaldi til að varðveita æsku sína. Lýsti hann sjálfum sér sem Pétri Pan - manni sem væri síbernskur, en veruleikinn var öllu kaldranalegri. Í raun hafði bernska hans einkennst af vinnu og striti til að standa undir metnaði föður hans. Velgengni Jacksons á níunda áratugnum skyggði jafnan á orðróminn um sérvisku hans. Hæst náði velgengni hans í kringum plöturnar Of the Wall, Thriller og Bad þar sem hann átti í samstarfi við Quincy Jones. Verk hans sem unnin voru á tíunda áratugnum seldust einnig vel en þó ekki eins og fyrri plöturnar. Jackson fór nú að hafa áhyggjur af neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um sig og mætti í viðtal við Opruh Winfrey til að bera söguburðinn til baka. Það hafði þó lítil áhrif og nú bættust við málsóknir á hann fyrir misnotkun á börnum. Var Jackson fyrir rétti 1993-1994 vegna slíkra mála en á endanum var fallið frá málaferlum gegn greiðslu hárra skaðabóta. Í kjölfarið varð Jackson háður verkjalyfjum og hélt áfram að léttast. Árið 1994 gekk hann að eiga Lisu Presley, dóttur stórsöngvarans Elvis Presley, en í fjölmiðlum var ýjað að því að hjónabandið væri sýndarmennska til að slá á ímynd Jacksons sem furðufugls. Eftir skilnaðinn við Presley gekk hann að eiga hjúkrunarkonuna Deborah Rowe og áttu þau tvö börn, en þau skildu 1999. Eftir það gafst Jackson upp á hjónabandi og hefðbundnu fjölskyldulífi, en eignaðist son með staðgöngumóður árið 2002. Fréttir af einkalífi Jacksons skyggðu á tónlistarferilinn og ekki bætti úr skák að hann var aftur sakaður um misnotkun á börnum árið 2003. Eftir löng réttarhöld var hann þó sýknaður og samkvæmt vitnisburði læknis átti Jackson að vera á sama þroskastigi og 10 ára barn. Í kjölfarið flutti Jackson um tíma til Bahrain og voru uppi getgátur um að hann hefði snúist til Islam. Andlát Jacksons hefur vakið upp umræðu um sérvisku hans þar sem kastljósið hefur einkum beinst að lyfjamisnotkun hans og óeðlilegu þyngdartapi. Á hinn bóginn hafa plötur Jacksons nú aftur rokið upp metsölulistana og orðstír hans sem dægurtónlistarmanns lifir ennþá góðu lífi. Enginn vafi er á því að hæfileikar hans voru miklir en þeir féllu iðulega í skuggann af því sem var óhefðbundið og skringilegt við hegðun hans og einkalíf. Sem barnastjarna galt Jackson frægðina dýru verði og hélt áfram að gera það eftir að hann komst á fullorðinsár. Á bak við hina miklu og löngu sögu um furðufuglinn Michael Jackson leynist líklega hin óhugsaða krafa okkar venjulega fólksins um að stórstjörnur eigi að vera eins og við hin, þó að líf þeirra sé á engan hátt líkt því sem flest okkar búa við. Mikilvægur hluti af ímyndarsmíð stjarnanna snýst því um að telja almenningi trú um að þær séu þverskurður af samfélaginu en ekki afbrigðilegir einstaklingar. Jackson reyndi að svara þessu með því marka sér bás sem annars konar stjörnu, sérvitringi og furðufugli. En hann komst aldrei upp með það.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun