Skemmtilegra að komast áfram svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2009 12:30 Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. Mynd/Daníel Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM í dag þegar liðið varð efst í sínum milliriðli sem fram fór í Póllandi. Íslenska liðið náði þá 2-2 jafntefli við heimastúlkur og stigið nægði til að vera ofar en Svíþjóð á markatölu. „Það var mikil gleði hjá stelpunum í leikslok. Þetta var stór áfangi hjá stelpunum og það var komið að því að við myndum vinna okkur sæti í úrslitakeppninni," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna. „Við lendum 2-0 undir í þessum leik en stelpurnar sýndu frábæran karakter og jöfnuðu þetta og við hefðum getað klárað leikinn því við fengum færin til þess. Það er skemmtilegra að komast áfram svona þegar það er meiri spenna og meiri ánægja í lokin," sagði Ólafur. „Það var klárt að þetta var geysilega erfiður riðill. Pólland vann sér sæti í úrslitakeppninni á Íslandi á sínum tíma, Svíar spiluðu í undanúrslitum í seinustu keppni og Danir hafa verið reglulega inn í úrslitkeppninni. Við vissum að þetta væru mjög sterkir andstæðingar," segir Ólafur en sigurinn á Dönum í fyrsta leik færði liðinu trúna á að fara alla leið. „Við vorum skipulagðar og byrjuðum vel í fyrsta leik. Stelpurnar sáu þar að þetta var hægt. Það gaf okur aukið sjálfstraust að klára Danina. Það var ágætt að leikmenn átti sig á því að þær standa ekkert öðrum þjóðum langt að baki," sagði Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungalandslið hjá konum tryggir sér sæti í lokakeppni í undankeppni en Ísland hefur verið með í lokakeppni áður sem gestgjafi. „Stelpurnar voru að brjóta blað í sögunni með þessu því Ísland hefur aldrei unnið sér sæti áður í lokakeppni. Við höfum tvisvar verið afskaplega nálægt því að komast áfram en þá duttum við út á markatölu. Nú kláruðu þær þetta alla leið og það er gaman að prófa það líka. Nokkrar þarna spiluðu í úrslitakeppninni á Íslandi og þær vita því eftir hverju var að sækjast," sagði Ólafur. Einhver lið hefði gefist upp við það að fá á sig tvö mörk á fimm mínútna kafla en íslensku stelpurnar snéru vörn í sókn og sóttu án afláts síðustu 25 mínútur leiksins. „Það var mikið áfall að fá þessi tvö mörk á okkur. Þetta voru tvö föst leikatriði sem við vissum að þær væru sterkar í. Í seinna markinu sló Pólverjinn boltann í markið en skoraði ekki með skalla. Það var ennþá súrara," sagði Ólafur og bætti við „Það er bara karakter í þessu liði. Þær lentu tvisvar undir á móti Dönum en unnu leikinn. Þær komu síðan aftur til baka núna. Þessar stelpur eiga mikið hrós skilið," sagði Ólafur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira