Íslandsmeistarar Vals unnu Aftureldingu/Fjölni örugglega 4-2 á Vodafonevellinum í kvöld.
Staðan var 2-0 í hálfleik en Rakel Logadóttir skoraði bæði mörkin.
Katrín Jónsdóttir kom Val í 3-0 í upphafi seinni hálfleiks og Dóra María Lárusdóttir bætti við fjórða markinu á 65. mínútu.
Sigríður Þóra Birgisdóttir minnkaði muninn fyrir gestina á 67. mínútu og bætti svo við öðru marki sínu í uppbótartíma og lokatölur því 4-2.
Valsstúlkur eru því sem fyrr í toppsæti deildarinnar.
Nánari umfjöllun um leikinn og viðtöl birtast hér á Vísi seinna í kvöld.