Röskva kallar eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar 14. apríl 2009 11:12 Stúdentar fóru í setuverkfall fyrr í apríl til að knýja á um lausn sinna mála. Mynd/ Anton Brink. „Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir og skuldabyrði á bakinu líkt og aðrir samfélagsþegnar," segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Bergþóra spyr sig að því endurreisn hverrja sé hafin þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segi að endurreisn íslensks samfélags sé hafin. „Þrátt fyrir að í landinu sé nú yfirlýst velferðar- og jafnaðarstjórn hefur mismunun meðal stúdenta jafnvel aldrei verið meiri. Einkareknu skólarnir hafa allir brugðist við og munu bjóða upp á nám í sumar. Í raun stendur ríkið straum af kostnaðinum sem hlýst af sumarönnunum þrátt fyrir að þessir skólar eigi að heita einkareknir: forsenda þess að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um sumarannir er nefnilega skólagjöldin - skólagjöldin sem hinn ríkisrekni Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir," segir Bergþóra. Hún bendir á að á sama tíma sjái ríkið sér ekki fært að greiða framfærslulán til stúdenta í þjóðarháskólanum, Háskóla Íslands, sem sé háður beinum fjárframlögum frá ríkinu. Þeir stúdentar séu því upp á náð og miskunn félagsþjónustunnar komnir. „Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að dýpka enn gjána í íslensku samfélagi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að auka misskiptingu? Er það virkilega stefna ríkissstjórnarinnar að einkavæða menntakerfið hægt og bítandi með því að sjá til þess að einkareknu skólarnir njóti ávallt forréttinda umfram og á kostnað ríkisskólanna?" spyr Bergþóra. Hún segir að sé þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar verði hún að bregðast hratt við og leiðrétta þetta misrétti. Kosningar 2009 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir og skuldabyrði á bakinu líkt og aðrir samfélagsþegnar," segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Bergþóra spyr sig að því endurreisn hverrja sé hafin þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segi að endurreisn íslensks samfélags sé hafin. „Þrátt fyrir að í landinu sé nú yfirlýst velferðar- og jafnaðarstjórn hefur mismunun meðal stúdenta jafnvel aldrei verið meiri. Einkareknu skólarnir hafa allir brugðist við og munu bjóða upp á nám í sumar. Í raun stendur ríkið straum af kostnaðinum sem hlýst af sumarönnunum þrátt fyrir að þessir skólar eigi að heita einkareknir: forsenda þess að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um sumarannir er nefnilega skólagjöldin - skólagjöldin sem hinn ríkisrekni Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir," segir Bergþóra. Hún bendir á að á sama tíma sjái ríkið sér ekki fært að greiða framfærslulán til stúdenta í þjóðarháskólanum, Háskóla Íslands, sem sé háður beinum fjárframlögum frá ríkinu. Þeir stúdentar séu því upp á náð og miskunn félagsþjónustunnar komnir. „Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að dýpka enn gjána í íslensku samfélagi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að auka misskiptingu? Er það virkilega stefna ríkissstjórnarinnar að einkavæða menntakerfið hægt og bítandi með því að sjá til þess að einkareknu skólarnir njóti ávallt forréttinda umfram og á kostnað ríkisskólanna?" spyr Bergþóra. Hún segir að sé þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar verði hún að bregðast hratt við og leiðrétta þetta misrétti.
Kosningar 2009 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira