Handbolti

Svíar tryggðu sér sæti á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dalibor Doder, leikmaður Svía, fagnar marki.
Dalibor Doder, leikmaður Svía, fagnar marki. Nordic Photos / AFP

Svíar tryggðu sér í kvöld sæti á EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Liðið gerði jafntefli við Rúmeníu á heimavelli, 26-26.

Með sigri hefðu Svíar tryggt sér sigur í riðlinum en þetta var fyrsta stigið sem Svíar tapa í riðlinum. Þeir sænsku þurfa þó bara eitt stig til viðbótar í síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið.

Jonas Källman skoraði fimm mörk fyrir Svía og Niklas Ekberg fimm, þar af eitt úr víti.

Svíar urðu fyrstir til að tryggja sér sæti á EM auk gestgjafanna og ríkjandi Evrópumeistara Dana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×