Gísli Baldvinsson, náms- og starfsráðgjafi Akureyri, sækist eftir 4.-6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í næstu kosningum.
Gísli hefur starfað lengi að félagsmálum. Hann var formaður Kennarafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Kennarasambandsins. Þá var hann formaður sambands karlakóra. Gísli var kosningastjóri Samfylkingarinnar bæði í bæjarstjórnarkosningunum 2006 og alþingiskosningunum 2007.
Hann er nú formaður Samfylkingarfélagsins 60+ á Akureyri.
Fram kemur í tilkynningu að hans helstu baráttumál eru efling menntunar á krepputímum, velferð eldri borgara og aukinn jöfnuður í þjóðfélaginu.
Gísli bloggar um þjóðfélagsmál á blogginu www.gislibal.blog.is
Gísli býður sig fram í Norðausturkjördæmi
