Opnuð hefur verið vefsíðsan ósammála.is en aðstandendur síðunnar eru ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg. Yfir 1100 manns hafa skráð nafn sitt á síðuna.
Nýverið opnaði félagið Við erum sammála vefsíðuna sammála.is. Félagið hefur auglýst í dagblöðum og á netinu þar sem fólk er hvatt til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við aðild að Evrópusambandinu. Á ellefta þúsund hafa skráð sig á listann.
„Við viljum að umræðan um Evrópumál fari fram á upplýstan og málefnalegan hátt en ekki með upphrópunum og hræðsluáróðri," segir á vef ósammála.is. Ekki kemur fram hverjir standa á bak við síðuna.
Meðal stofnfélaga í Við erum sammála eru Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, og Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins.
Ósammála.is
Sammála.is
