Handbolti

Einar Andri: Þeir sprengdu okkur í seinni hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Andri með markvörðum FH-inga.
Einar Andri með markvörðum FH-inga.
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, gat ekki annað en hrósað Gróttumönnum fyrir sigurinn á sínum mönnum í kvöld. Grótta vann leikinn, 38-32.

„Ég tek það alls ekki af Gróttumönnum að þeir voru að spila virkilega vel. En það var samt algjör óþarfi að láta þá líta svona vel út á vellinum," sagði Einar Andri.

„Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem ég var ósáttur við. Það var þó margt ágætt að gerast í fyrri hálfleik. Leikurinn var ágætlega hraður og okkur tókst að skora sextán mörk þó svo að við gerðum mörg mistök."

„Ég hélt að við myndum hafa meiri kraft til að klára leikinn í seinni hálfleik en í staðinn voru það þeir sem sprengdu okkur."

Hann er þó ekki byrjaður að örvænta enn. „Það eru hæðir og lægðir í þessu eins og gefur að skilja með ungt lið eins og okkar. Strákarni vilja samt standa sig betur en þetta og við fáum fljótt tækifæri til að bæta fyrir tapið í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×