KR knúði fram oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 19:00 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði fjórtán stig í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: KR - Haukar 65-56 Haukum gengur lítið að skora og eru duglegir að brjóta. KR er að nýta vítin ágætlega og sigurinn aldrei í hættu.Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 14 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 fráköst) Guðrún Þorsteinsdóttir 5 (8 fráköst) Helga Einarsdóttir 5 Guðrún Ámundadóttir 4 Guðrún Sigurðardóttir 1 Stig Hauka: Slavica Dimovska 17 Ragna Brynjarsdóttir 13 Monika Knight 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6 Guðbjörg Sverrisdóttir 6 Telma Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst)40. mínúta: KR - Haukar 62-54 Ekkert kemur úr sókn Hauka sem brjóta um leið og KR fær boltann. Hildur setur bæði niður og Haukar taka leikhlé. 59 sekúndur eftir. Nánast komið hjá KR og stefnir í oddaleik.39. mínúta: KR - Haukar 61-54 Monika Knight "villar út" eftir að hafa brotið á Sigrúnu sem fer á vítalínuna og setur fyrra niður. 1:18 eftir. 38. mínúta: KR - Haukar 60-54 Hildur eykur muninn í sex stig og nær svo varnarfrákasti. KR með boltann og tæpar tvær eftir.37. mínúta: KR - Haukar 58-54 Slavica með þrist og KR missir svo boltann í næstu sókn. Þrjár og hálf eftir og leikhlé tekið. Ótrúlega kaflaskiptur leikur - það er óhætt að segja það. KR með eitt stig í fjórða leikhluta - Haukar fimmtán.35. mínúta: KR - Haukar 58-49 Það gengur ekkert hjá KR þessar mínúturnar. Aðeins eitt stig komið í leikhlutanum og Hildur var að klikka á tveimur vítaskotum.33. mínúta: KR - Haukar 57-47 Það er allt annað að sjá til varnarleik Hauka og þeir hafa gengið á lagið og skorað átta fyrstu stigin í fjórða leikhluta. KR-ingar ekki komnir á blað enn. Þessi leikur er ekki dauður enn.32. mínúta: KR - Haukar 57-41 Haukarnir komnir í pressuvörn og það virðist ætla að ganga aðeins betur. En betur má ef duga skal. KR vann 2. og 3. leikhluta samtals 45-17.3. leikhluta lokið: KR - Haukar 57-39 Haukar skoruðu átta stig í öðrum leikhluta og níu í þriðja leikhluta. KR-vörnin er að virka vel þessa stundina - það er óhætt að segja það.28. mínúta: KR - Haukar 53-36 KR er að stinga af. Sigrún Sjöfn með þrist og maður skyldi ætla að Haukar myndu endurskoða svæðisvarnarleikinn sinn. Haukar taka líka leikhlé í þessum töluðu.25. mínúta: KR - Haukar 48-36 Hildur setur niður þrist og KR er að taka myndarlegt forskot í leiknum. KR er á 30-8 spretti sem er nokkuð gott.22. mínúta: KR - Haukar 38-34 Slavica svarar fyrir Hauka. Brotið á henni í þriggja stiga skoti en hún hittir samt og klárar svo vítið líka.21. mínúta: KR - Haukar 38-30 Síðari hálfleikur hafinn og KR skorar fyrstu stigin, rétt eins og í fyrri hálfleik. Það gera 20 af síðustu 22 stigum í leiknum. Hálfleikur: KR - Haukar 34-30 Hildur með þrist undir lokin og KR skoraði sextán af síðustu átján stigum hálfleiksins. Búið að vera nokkuð um sveiflur í þessum leik til þessa.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 Helga Einarsdóttir 4 Guðrún Þorsteinsdóttir 2 Guðrún Ámundadóttir 2 Guðrún Sigurðardóttir 1Stig Hauka: Ragna Brynjarsdóttir 9 Slavica Dimovska 6 Monika Knight 5 Guðbjörg Sverrisdóttir 4 Kristrún Sigurjónsdóttir 4 Telma Fjalarsdóttir 218. mínúta: KR - Haukar 29-28 Hörkuvörn hjá KR sem hefur skorað ellefu stig í röð í leiknum. Haukar vita ekkert hvað þeir eiga að gera.16. mínúta: KR - Haukar 23-28 Mikill hraði í þessum leik. Sigrún Sjöfn setti niður þrist og minnkaði muninn aftur fyrir KR-inga en annars hefur verið mikið um hraðar sóknir og mistök eftir því.13. mínúta: KR - Haukar 18-23 Hildur Sigurðardóttir aftur komin í sóknarleik KR og þá ganga hlutirnir betur. Haukastúlkur eru þar að auki að hitta illa í sókninni þessar mínúturnar.1. leikhluta lokið: KR - Haukar 12-22 Þvílíkur endir á fyrsta leikhlutanum. Haukar skoruðu síðustu níu stigin í leiknum. KR réði ekkert við svæðisvörn Hauka sem hirtu öll fráköst í vörninni og skoruðu auðveldar körfur í kjölfarið. Slavica Dimovska kláraði svo leikhlutann með þristi.8. mínúta: KR - Haukar 12-13 Knight heldur áfram að valda usla í vörn heimamanna og Haukar eru komnir yfir. Það er mikil harka í leiknum og útlit fyrir æsispennandi rimmu.5. mínúta: KR - Haukar 10-9 Monika Knight er að spila glimrandi góðan sóknarleik og stendur fyrir því að Haukar eru komnir vel inn í þennan leik.3. mínúta: KR - Haukar 7-2 Kara setur niður þrist og KR komið með fimm stiga forystu. Heimamenn að spila ágætisvörn.1. mínúta: KR - Haukar 2-0 Leikurinn hafinn og KR skorar fyrstu stigin í leiknum. 19.12 Allt að verða klárt Hér er verið að kynna liðin til leiks og sérstaklega gaman að sjá hversu vel er mætt á þennan leik. Það er örugglega eitthvað eftir af þeirri mögnuðu spennu sem ríkti á síðasta leik sem fór fram í DHL-höllinni. 19.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá KR-heimilinu þar sem senn fer að hefjast viðureign KR og Hauka í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik, annars verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld. Flóknara er það ekki. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: KR - Haukar 65-56 Haukum gengur lítið að skora og eru duglegir að brjóta. KR er að nýta vítin ágætlega og sigurinn aldrei í hættu.Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 14 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 fráköst) Guðrún Þorsteinsdóttir 5 (8 fráköst) Helga Einarsdóttir 5 Guðrún Ámundadóttir 4 Guðrún Sigurðardóttir 1 Stig Hauka: Slavica Dimovska 17 Ragna Brynjarsdóttir 13 Monika Knight 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6 Guðbjörg Sverrisdóttir 6 Telma Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst)40. mínúta: KR - Haukar 62-54 Ekkert kemur úr sókn Hauka sem brjóta um leið og KR fær boltann. Hildur setur bæði niður og Haukar taka leikhlé. 59 sekúndur eftir. Nánast komið hjá KR og stefnir í oddaleik.39. mínúta: KR - Haukar 61-54 Monika Knight "villar út" eftir að hafa brotið á Sigrúnu sem fer á vítalínuna og setur fyrra niður. 1:18 eftir. 38. mínúta: KR - Haukar 60-54 Hildur eykur muninn í sex stig og nær svo varnarfrákasti. KR með boltann og tæpar tvær eftir.37. mínúta: KR - Haukar 58-54 Slavica með þrist og KR missir svo boltann í næstu sókn. Þrjár og hálf eftir og leikhlé tekið. Ótrúlega kaflaskiptur leikur - það er óhætt að segja það. KR með eitt stig í fjórða leikhluta - Haukar fimmtán.35. mínúta: KR - Haukar 58-49 Það gengur ekkert hjá KR þessar mínúturnar. Aðeins eitt stig komið í leikhlutanum og Hildur var að klikka á tveimur vítaskotum.33. mínúta: KR - Haukar 57-47 Það er allt annað að sjá til varnarleik Hauka og þeir hafa gengið á lagið og skorað átta fyrstu stigin í fjórða leikhluta. KR-ingar ekki komnir á blað enn. Þessi leikur er ekki dauður enn.32. mínúta: KR - Haukar 57-41 Haukarnir komnir í pressuvörn og það virðist ætla að ganga aðeins betur. En betur má ef duga skal. KR vann 2. og 3. leikhluta samtals 45-17.3. leikhluta lokið: KR - Haukar 57-39 Haukar skoruðu átta stig í öðrum leikhluta og níu í þriðja leikhluta. KR-vörnin er að virka vel þessa stundina - það er óhætt að segja það.28. mínúta: KR - Haukar 53-36 KR er að stinga af. Sigrún Sjöfn með þrist og maður skyldi ætla að Haukar myndu endurskoða svæðisvarnarleikinn sinn. Haukar taka líka leikhlé í þessum töluðu.25. mínúta: KR - Haukar 48-36 Hildur setur niður þrist og KR er að taka myndarlegt forskot í leiknum. KR er á 30-8 spretti sem er nokkuð gott.22. mínúta: KR - Haukar 38-34 Slavica svarar fyrir Hauka. Brotið á henni í þriggja stiga skoti en hún hittir samt og klárar svo vítið líka.21. mínúta: KR - Haukar 38-30 Síðari hálfleikur hafinn og KR skorar fyrstu stigin, rétt eins og í fyrri hálfleik. Það gera 20 af síðustu 22 stigum í leiknum. Hálfleikur: KR - Haukar 34-30 Hildur með þrist undir lokin og KR skoraði sextán af síðustu átján stigum hálfleiksins. Búið að vera nokkuð um sveiflur í þessum leik til þessa.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 Helga Einarsdóttir 4 Guðrún Þorsteinsdóttir 2 Guðrún Ámundadóttir 2 Guðrún Sigurðardóttir 1Stig Hauka: Ragna Brynjarsdóttir 9 Slavica Dimovska 6 Monika Knight 5 Guðbjörg Sverrisdóttir 4 Kristrún Sigurjónsdóttir 4 Telma Fjalarsdóttir 218. mínúta: KR - Haukar 29-28 Hörkuvörn hjá KR sem hefur skorað ellefu stig í röð í leiknum. Haukar vita ekkert hvað þeir eiga að gera.16. mínúta: KR - Haukar 23-28 Mikill hraði í þessum leik. Sigrún Sjöfn setti niður þrist og minnkaði muninn aftur fyrir KR-inga en annars hefur verið mikið um hraðar sóknir og mistök eftir því.13. mínúta: KR - Haukar 18-23 Hildur Sigurðardóttir aftur komin í sóknarleik KR og þá ganga hlutirnir betur. Haukastúlkur eru þar að auki að hitta illa í sókninni þessar mínúturnar.1. leikhluta lokið: KR - Haukar 12-22 Þvílíkur endir á fyrsta leikhlutanum. Haukar skoruðu síðustu níu stigin í leiknum. KR réði ekkert við svæðisvörn Hauka sem hirtu öll fráköst í vörninni og skoruðu auðveldar körfur í kjölfarið. Slavica Dimovska kláraði svo leikhlutann með þristi.8. mínúta: KR - Haukar 12-13 Knight heldur áfram að valda usla í vörn heimamanna og Haukar eru komnir yfir. Það er mikil harka í leiknum og útlit fyrir æsispennandi rimmu.5. mínúta: KR - Haukar 10-9 Monika Knight er að spila glimrandi góðan sóknarleik og stendur fyrir því að Haukar eru komnir vel inn í þennan leik.3. mínúta: KR - Haukar 7-2 Kara setur niður þrist og KR komið með fimm stiga forystu. Heimamenn að spila ágætisvörn.1. mínúta: KR - Haukar 2-0 Leikurinn hafinn og KR skorar fyrstu stigin í leiknum. 19.12 Allt að verða klárt Hér er verið að kynna liðin til leiks og sérstaklega gaman að sjá hversu vel er mætt á þennan leik. Það er örugglega eitthvað eftir af þeirri mögnuðu spennu sem ríkti á síðasta leik sem fór fram í DHL-höllinni. 19.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá KR-heimilinu þar sem senn fer að hefjast viðureign KR og Hauka í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik, annars verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld. Flóknara er það ekki.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum