Sjálfstæðismenn birtu í dag á heimasíðu sinni lista yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn um meira en eina milljón á árinu 2006. Um er að ræða níu fyrirtæki sem greiddu samtals rétt tæpa 81 milljón í styrki.
Athygli vekur að Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn með tveimur framlögum, fyrst fimm milljóna króna framlagi og síðan risastyrknum upp á 25 milljónir.