Sigurður Ragnar: Þetta eru bestu leikmenn Íslands í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2009 15:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán „Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi. „Við erum búnir að velta þessu vali mikið fyrir okkur enda er um mjög mikilvægan hóp að ræða. Við teljum að þetta séu bestu leikmenn Íslands í dag og við teljum liðið vera mjög vel undirbúið eftir marga undirbúningsleiki á þessu ári," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundinum. „Það er einn nýliði í hópnum, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og er að mínu mati einn besti skallamaður landsins. Við misstum Hörpu Þorsteinsdóttur í meiðsli þegar hún fótbrotnaði og Kristín Ýr finnst mér eiga heima í þessum hópi," sagði Sigurður Ragnar sem játti því að valið hafi verið erfitt á milli markmannanna Söndru Sigurðardóttur og Maríu B. Ágústsdóttur. „Þær hafa báðar staðið sig mjög vel í sumar og eru báðar frábærir markmenn. Þær hafa líka gert sín mistök þannig að valið var gríðarlega erfitt. Markmannsstaðan er kannski sú staða þar sem að við erum best sett í liðinu. Við eigum marga frábæra markmenn en niðurstaðan var þessi að Sandra var valin fram yfir Maríu," sagði Sigurður Ragnar. Markmið liðsins eru að komast upp úr riðlinum og inn í átta liða úrslitin. "Það væri frábær árangur að komast upp úr þessum mjög svo erfiða riðli sem við erum í með Þýskalandi, Fraklandi og Noregi," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við lítum raunsætt á hlutina og við erum í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með Þýskalandi sem hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir og fékk ekki á sig mark í þeirri síðustu. Þær hafa unnið síðustu fimm evrópumót og þær eru ekki vanar að misstíga sig á stórkeppni. Það verður mikil áskorun að mæta þeim en við vitum að við eigum góða möguleika á móti bæði Frakklandi og Noregi. Við unnið Noreg nokkuð sannfærandi í síðasta leik. Við höfum síðan bæði unnið og tapað á móti Frökkum í jöfnum leikjum þannig að það getur allt gerst þar," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar kallar hópinn saman 12. ágúst en daginn áður fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fyrir EM-hléið. Stelpurnar munu þá fara á æfingu og horfa síðan saman á karlalandsleik Íslands og Slóvakíu. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvellinum 15. ágúst og segir Sigurður Ragnar að lokaundirbúningurinn fyrir lokakeppnina hefjist í raun ekki fyrr en eftir hann. „Þetta er mótaleikur og mjög mikilvægur leikur því við erum þarna að hefja leik í nýju móti þar sem við ætlum líka að ná árangri. Þessi leikur má alls ekki gleymast og við ætlum ekki að tapa okkur í undirbúningnum fyrir lokakeppnina því þessi leikur er gríðarlega mikilvægur," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi. „Við erum búnir að velta þessu vali mikið fyrir okkur enda er um mjög mikilvægan hóp að ræða. Við teljum að þetta séu bestu leikmenn Íslands í dag og við teljum liðið vera mjög vel undirbúið eftir marga undirbúningsleiki á þessu ári," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundinum. „Það er einn nýliði í hópnum, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og er að mínu mati einn besti skallamaður landsins. Við misstum Hörpu Þorsteinsdóttur í meiðsli þegar hún fótbrotnaði og Kristín Ýr finnst mér eiga heima í þessum hópi," sagði Sigurður Ragnar sem játti því að valið hafi verið erfitt á milli markmannanna Söndru Sigurðardóttur og Maríu B. Ágústsdóttur. „Þær hafa báðar staðið sig mjög vel í sumar og eru báðar frábærir markmenn. Þær hafa líka gert sín mistök þannig að valið var gríðarlega erfitt. Markmannsstaðan er kannski sú staða þar sem að við erum best sett í liðinu. Við eigum marga frábæra markmenn en niðurstaðan var þessi að Sandra var valin fram yfir Maríu," sagði Sigurður Ragnar. Markmið liðsins eru að komast upp úr riðlinum og inn í átta liða úrslitin. "Það væri frábær árangur að komast upp úr þessum mjög svo erfiða riðli sem við erum í með Þýskalandi, Fraklandi og Noregi," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við lítum raunsætt á hlutina og við erum í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með Þýskalandi sem hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir og fékk ekki á sig mark í þeirri síðustu. Þær hafa unnið síðustu fimm evrópumót og þær eru ekki vanar að misstíga sig á stórkeppni. Það verður mikil áskorun að mæta þeim en við vitum að við eigum góða möguleika á móti bæði Frakklandi og Noregi. Við unnið Noreg nokkuð sannfærandi í síðasta leik. Við höfum síðan bæði unnið og tapað á móti Frökkum í jöfnum leikjum þannig að það getur allt gerst þar," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar kallar hópinn saman 12. ágúst en daginn áður fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fyrir EM-hléið. Stelpurnar munu þá fara á æfingu og horfa síðan saman á karlalandsleik Íslands og Slóvakíu. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvellinum 15. ágúst og segir Sigurður Ragnar að lokaundirbúningurinn fyrir lokakeppnina hefjist í raun ekki fyrr en eftir hann. „Þetta er mótaleikur og mjög mikilvægur leikur því við erum þarna að hefja leik í nýju móti þar sem við ætlum líka að ná árangri. Þessi leikur má alls ekki gleymast og við ætlum ekki að tapa okkur í undirbúningnum fyrir lokakeppnina því þessi leikur er gríðarlega mikilvægur," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira