Eigandi bandaríska fótboltaliðsins Dallas Cowboys vill ólmur að hnefaleikabardagi Floyd Mayweather og Manny Pacquiao verði á heimavelli Dallas-liðsins. Enn liggur ekkert fyrir hvar eða hvenær bardaginn verður en talið er líklegt að þeir berjist í maí á næsta ári.
Cowboys-völlurinn tekur 80 þúsund manns. Árið 1978 sáu 65 þúsund manns hnefaleikabardaga Muhammad Ali og Leon Spinks á Superdome vellinum í Orleans.
Manny Pacquiao hefur unnið heimsmeistaratitla í sjö þyngdarflokkum en hann ásamt Floyd Mayweather eru á öllum listum bestu hnefaleikakappar heims pund fyrir pund.
Vill halda hnefaleikabardaga á 80 þúsund manna leikvangi
Arnar Björnsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti





„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti