Plötusala dregst enn saman 7. janúar 2009 05:00 Átti vinsælasta lagið í Bretlandi Alexandra Burke átti jólasmellinn í ár, „Hallelujah“ eftir Leonard Cohen. Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry. Þegar rýnt er í sölutölur á plötum í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur margt athyglisvert í ljós. Sala á breiðskífum dregst saman í Bandaríkjunum um 14,4 prósent. Samtals seldust 428,4 milljónir breiðskífna miðað við 500,5 milljónir árið 2007. Plata Lil Wayne seldist í 2,88 milljónum eintaka og er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar Nielsen SoundScan hófust árið 1991 að söluhæsta plata ársins selst í minna en þremur milljónum eintaka. Plata Coldplay, sem er í öðru sæti, seldist í 2,15 milljónum eintaka. Sala á tónlist er að breytast í Bandaríkjunum. Sala á CD-diskum minnkar um 19,7 prósent á meðan sala á albúmum í niðurhali eykst um 5,4 prósent. Nú er diskasala 84 prósent af heildinni og niðurhal 15,4 prósent. Það sem vantar upp á, 0,6 prósentin, er sala á vínyl-plötum. Samtals seldust 1,8 milljónir albúma á vínyl. Þetta er mesta sala á gamla góða vínylnum síðan mælingar hófust.Lil Wayne Mest selda platan í Bandaríkjunum.Sala á breiðskífum dróst saman um fimm prósent í Bretlandi. Söngkonan Duffy, sem var óþekkt í ársbyrjun, seldi mest, 1,7 milljónir eintaka af plötu sinni Rockferry. Þótt sala á breiðskífum drægist saman í Bretlandi, eykst sala á lögum, þökk sé auknu niðurhali. Bretar eru mjög hrifnir af X-factor stjörnunum sínum. Alexandra Burke á söluhæsta lag ársins. Hennar útgáfa af Leonard Cohen-laginu „Hallelujah" seldist í 880 þúsund eintökum á tveimur vikum fyrir jól. Næstmest selda lag ársins í Bretland er „Hero" með krökkunum sem komust í úrslit X-factor. Það lag seldist í 751 þúsund eintökum. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry. Þegar rýnt er í sölutölur á plötum í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur margt athyglisvert í ljós. Sala á breiðskífum dregst saman í Bandaríkjunum um 14,4 prósent. Samtals seldust 428,4 milljónir breiðskífna miðað við 500,5 milljónir árið 2007. Plata Lil Wayne seldist í 2,88 milljónum eintaka og er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar Nielsen SoundScan hófust árið 1991 að söluhæsta plata ársins selst í minna en þremur milljónum eintaka. Plata Coldplay, sem er í öðru sæti, seldist í 2,15 milljónum eintaka. Sala á tónlist er að breytast í Bandaríkjunum. Sala á CD-diskum minnkar um 19,7 prósent á meðan sala á albúmum í niðurhali eykst um 5,4 prósent. Nú er diskasala 84 prósent af heildinni og niðurhal 15,4 prósent. Það sem vantar upp á, 0,6 prósentin, er sala á vínyl-plötum. Samtals seldust 1,8 milljónir albúma á vínyl. Þetta er mesta sala á gamla góða vínylnum síðan mælingar hófust.Lil Wayne Mest selda platan í Bandaríkjunum.Sala á breiðskífum dróst saman um fimm prósent í Bretlandi. Söngkonan Duffy, sem var óþekkt í ársbyrjun, seldi mest, 1,7 milljónir eintaka af plötu sinni Rockferry. Þótt sala á breiðskífum drægist saman í Bretlandi, eykst sala á lögum, þökk sé auknu niðurhali. Bretar eru mjög hrifnir af X-factor stjörnunum sínum. Alexandra Burke á söluhæsta lag ársins. Hennar útgáfa af Leonard Cohen-laginu „Hallelujah" seldist í 880 þúsund eintökum á tveimur vikum fyrir jól. Næstmest selda lag ársins í Bretland er „Hero" með krökkunum sem komust í úrslit X-factor. Það lag seldist í 751 þúsund eintökum. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira