Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði 21. apríl 2009 10:47 Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. Að auki sagði Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður Árna Páls, á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær að að hann útilokaði samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu. Gallar við tvöföldu leiðina „Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín. Þá sagði hún að engan geta sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Ákvörðun varðandi Evrópumál megi ekki taka í asa. „Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín. Hvernig á að bjarga Íslandi í kvöld Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 alla vikuna. Þar munu Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann krefja frambjóðendur allra framboðanna svara um hin ýmsu mál. Í kvöld verða fulltrúa þeirra spurðir hvernig flokkarnir ætli að brúa 150 milljarða fjárlagahalla. Hægt er að horfa á þáttinn frá því í gær hér. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Sjá meira
Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. Að auki sagði Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður Árna Páls, á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær að að hann útilokaði samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu. Gallar við tvöföldu leiðina „Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín. Þá sagði hún að engan geta sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Ákvörðun varðandi Evrópumál megi ekki taka í asa. „Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt. Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð," sagði Katrín. Hvernig á að bjarga Íslandi í kvöld Fréttastofan mun taka púlsinn á stefnu stjórnmálaflokkanna strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2 alla vikuna. Þar munu Heimir Már Pétursson og Sólveig Bergmann krefja frambjóðendur allra framboðanna svara um hin ýmsu mál. Í kvöld verða fulltrúa þeirra spurðir hvernig flokkarnir ætli að brúa 150 milljarða fjárlagahalla. Hægt er að horfa á þáttinn frá því í gær hér.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Sjá meira
Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29
Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42
Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40