Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld.
„Við ætlum að sækja þýfið sem útrásarvíkingarnir stálu," sagði Ástþór. Útrásarvíkingar eiga ekki að njóta vafans, að mati talsmanns Lýðræðishreyfingarinnar.
Þá sagði Ástþór Lýðræðishreyfinguna geta veitt kjósendum frelsi undan ánauð ríkjandi stjórnmálaflokka.
