Fjallabræður sigla til Færeyja 7. febrúar 2009 03:30 Tónleikar á síðustu menningarnótt en nú eru það Færeyjar sem bíða, G-festival í sumar. Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. „Rokk og ról. Þetta er „on". Við erum fyrsta íslenska bandið bókað á G-festival í ár sem er seinnipartinn í júlí," segir Halldór Gunnar Pálsson, stofnandi og kórstjóri Fjallabræðra. Fjallabræður hafa vakið mikla athygli að undanförnu fyrir kröftugan kórsöng við rokkað undirspil. Og nú hefur stefnan verið tekin á Færeyjar á tónleikahátíðina G-festival. Fjallabræður tóku nýverið upp lag sem þeir gáfu Færeyingum sem þakklætisvott fyrir fjárframlög Færeyinga til Íslendinga þegar bankahrunið var í október á síðasta ári. Halldór segir þá Fjallabræður, sem kenndir eru við Flateyri, tengjast Færeyingum órofa böndum. Eftir snjóflóðið á Flateyri árið 1995 gáfu Færeyingar þorpinu leikskóla - hafa reyndar alltaf boðið fram aðstoð sína fyrstir þjóða þegar á bjátar svo sem eftir gos í Eyjum og snjóflóð í Súðavík. „Þetta er ekki frændþjóð heldur bræðraþjóð. Alltaf tilbúin án skuldbindinga að hjálpa til. Ef ég sé Færeying í vanda þarf ég ekki að hugsa mig um. Þetta kemur frá hjartanu, þannig er það," segir Halldór. Fjallabræður skunduðu að Færeyjarstofu í gær og kyrjuðu braginn, lagið sem þeir gefa nú Færeyingum en viðstaddur var meðal annars Elís Poulsen frá færeyska ríkisútvarpinu. Lagið verður til niðurhals á vefsíðu þess. Minni Færeyinga. Átta mínútna langt. „Borgaraleg skylda að þakka Færeyingum með lagi." Fjallabræður urðu til árið 2006 þegar Halldór krafðist þess að karlakór myndi syngja í afmælinu hans. Síðan hafa margir bæst við en kjarninn er frá Flateyri. „Nokkrir Reykvíkingar hafa fengið að vera með en þeir eiga það sameiginlegt að þekkja fjöllin fyrir vestan með nafni og/eða hafa drukkið sig undir borðið á þorrablóti á Vestfjörðum," segir Halldór. Fjallabræður er hreyfing ungra manna ekki síður en hljómsveit. „Við erum sveitalubbar sem þykir vænt um landið okkar og erum kurteisir, auðmjúkir og berum takmarkalausa virðingu fyrir kvenfólki. Stefna kórsins er ekki önnur en að „vera í lagi"." Kórinn er langt kominn með að taka upp fyrstu plötuna sína. „Við erum alveg að verða tilbúnir með hana og hún verður gefin út fljótlega. Lögin eru öll eftir mig með textum eftir Ásgeir Guðmundsson, Geira Rokk, sem er í bandinu. Svo eru tvö tökulög, afi minn syngur forsöng í öðru þeirra, „Afadreng" eftir Sigfús Halldórsson. Það er mikið af afa mínum í þessu bandi." jbg/drg Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fjallabræður elska systur sínar og bræður í Færeyjum, eru stoltir af að verða fyrst íslenskra hljómsveita skráð á G-festival í ár og hafa gefið Færeyingum lag. „Rokk og ról. Þetta er „on". Við erum fyrsta íslenska bandið bókað á G-festival í ár sem er seinnipartinn í júlí," segir Halldór Gunnar Pálsson, stofnandi og kórstjóri Fjallabræðra. Fjallabræður hafa vakið mikla athygli að undanförnu fyrir kröftugan kórsöng við rokkað undirspil. Og nú hefur stefnan verið tekin á Færeyjar á tónleikahátíðina G-festival. Fjallabræður tóku nýverið upp lag sem þeir gáfu Færeyingum sem þakklætisvott fyrir fjárframlög Færeyinga til Íslendinga þegar bankahrunið var í október á síðasta ári. Halldór segir þá Fjallabræður, sem kenndir eru við Flateyri, tengjast Færeyingum órofa böndum. Eftir snjóflóðið á Flateyri árið 1995 gáfu Færeyingar þorpinu leikskóla - hafa reyndar alltaf boðið fram aðstoð sína fyrstir þjóða þegar á bjátar svo sem eftir gos í Eyjum og snjóflóð í Súðavík. „Þetta er ekki frændþjóð heldur bræðraþjóð. Alltaf tilbúin án skuldbindinga að hjálpa til. Ef ég sé Færeying í vanda þarf ég ekki að hugsa mig um. Þetta kemur frá hjartanu, þannig er það," segir Halldór. Fjallabræður skunduðu að Færeyjarstofu í gær og kyrjuðu braginn, lagið sem þeir gefa nú Færeyingum en viðstaddur var meðal annars Elís Poulsen frá færeyska ríkisútvarpinu. Lagið verður til niðurhals á vefsíðu þess. Minni Færeyinga. Átta mínútna langt. „Borgaraleg skylda að þakka Færeyingum með lagi." Fjallabræður urðu til árið 2006 þegar Halldór krafðist þess að karlakór myndi syngja í afmælinu hans. Síðan hafa margir bæst við en kjarninn er frá Flateyri. „Nokkrir Reykvíkingar hafa fengið að vera með en þeir eiga það sameiginlegt að þekkja fjöllin fyrir vestan með nafni og/eða hafa drukkið sig undir borðið á þorrablóti á Vestfjörðum," segir Halldór. Fjallabræður er hreyfing ungra manna ekki síður en hljómsveit. „Við erum sveitalubbar sem þykir vænt um landið okkar og erum kurteisir, auðmjúkir og berum takmarkalausa virðingu fyrir kvenfólki. Stefna kórsins er ekki önnur en að „vera í lagi"." Kórinn er langt kominn með að taka upp fyrstu plötuna sína. „Við erum alveg að verða tilbúnir með hana og hún verður gefin út fljótlega. Lögin eru öll eftir mig með textum eftir Ásgeir Guðmundsson, Geira Rokk, sem er í bandinu. Svo eru tvö tökulög, afi minn syngur forsöng í öðru þeirra, „Afadreng" eftir Sigfús Halldórsson. Það er mikið af afa mínum í þessu bandi." jbg/drg
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira