Handbolti

Pólverjar grétu - Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bartosz Jurecki á erfitt með að hemja tilfinningarnar.
Bartosz Jurecki á erfitt með að hemja tilfinningarnar. Nordic Photos / AFP

Tilfinningarnar voru miklar að loknum leik Íslands og Póllands í morgun. Á meðan að íslensku leikmennirnir og íslenska þjóðin öll fögnuðu í gleðivímu voru pólsku leikmennirnir heldur langt niðri.

Pólska liðið er skipað mörgum frábærum og hávöxnum skyttum sem réðu lítið sem ekkert við sterkan íslenskan varnarleik í dag. Afleiðingarnar má sjá hér nú.



Bartosz Jurecki gat ekki ráðið við tilfinningar sínar eftir leik.Nordic Photos / AFP
Jurecki og Bielecki virðast óhuggandi.Nordic Photos / AFP
Krzysztof Lijewski á erfitt með að trúa þessu.Nordic Photos / AFP
Hér er Lijewski aftur. Ljósmyndarar voru fjölmennir á vellinum í dag.Nordic Photos / AFP
Bogdan Wenta landsliðsþjálfari huggar hér markvörðinn stórgóða Slawomir Szmal.Nordic Photos / AFP
Jurecki virðist einfaldlega vera í áfalli.Nordic Photos / AFP

Tengdar fréttir

Arnór Atla: Fáranleg trú í þessu liði

„Þetta verður ekkert mikið stærra en þetta. Maður er tiltölulega hátt uppi núna og leyfir sér að fagna þessu aðeins,“ sagði brosmildur Arnór Atlason sem var ánægður með karakterinn í íslenska liðinu.

Ísland spilar um verðlaun á Ólympíuleikunum

Ísland vann glæsilegan sigur á Pólverjum í fjórðungsúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking, 32-30. Ísland spilar þar með um verðlaun á leikunum.

Alexander: Ég trúi þessu varla

„Þvílíkur leikur og við höfðum trú á okkur allan tímann. Það lögðust allir á eitt því við viljum svo innilega láta drauminn rætast sem er að vinna medalíu. Við sýndum hverslags lið við erum í þessum leik. Við erum með rosalega gott lið,“ sagði járnmaðurinn Alexander Petersson og brosti allan hringinn.

Sjónvarpsviðtal Óla: Líður eins og Morfeus

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði fór í sjónvarpsviðtal á Rúv skömmu eftir leik þar sem hann leyfði landsmönnum að kynnast mögnuðu hugsunarflæði sínu.

Guðjón Valur: Erum ekki hættir

„Venjulega segir maður bara tvö stig og ekkert annað en þessi sigur þýðir að við erum á leið í undanúrslit á Ólympíuleikum og það er einfaldlega frábær tilfinning,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson að vonum glaður eftir sigurinn á Pólverjum.

Sigfús: Medalían er á leiðinni

„Mér líður rosalega vel og er ekkert smá stoltur af strákunum. Diddi [Ingimundur] og Sverre voru að vinna eins og brjálaðir menn í dag. Drápu allt sem kom inn á miðjuna og Bjöggi alveg brjálaður á bakvið. Það voru allir flottir í dag,“ sagði skógarbjörninn Sigfús Sigurðsson kampakátur eftir sigurinn á Pólverjum.

Logi: Skemmtilegasta stund lífs míns

„Það er óhætt að segja að maður sé hrikalega glaður en maður tekur þessu með jafnaðargeði. Við megum ekki missa okkur í gleðinni. Fagna þessu smá og fara svo að hugsa um næsta verkefni,“ sagði stórskyttan Logi Geirsson og brosti allan hringinn. Logi átti fínan leik eins og allir strákarnir og skorað fjögur flott mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×