Walesverjinn ósigraði Joe Calzaghe ætti ekki að finna mikið fyrir því að vera á útivelli þegar hann mætir "Böðulnum" Bernard Hopkins í Las Vegas annað kvöld.
Þannig er reiknað með að í kring um 8,000 Bretar muni mæta í Thomas & Mack höllina annað kvöld til að styðja við bakið á Calzaghe - eða jafnvel fleiri en verða á bandi heimamannsins Hopkins.
Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld.