Gengi hlutabréfa í Existu féll um 33,33 prósent í dag og endaði í fjórum aurum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. Dagurinn einkenndist af lækkun í Kauphöllinni.
Á eftir Existu fylgir gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem féll um 4,55 prósent, í Straumi, sem féll um 3,89 prósent, auk þess sem gengi bréfa í Færeyjabanka lækkaði um 1,63 prósent, Eimskips um 0,76 prósent og Marel Food Systems um 0,53 prósent.
Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Össuri um 0,52 prósent og Bakkavarar um 0,31 prósent.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,07 prósent og endaði í 371 stigi.