Traust þarf að ríkja á stjórn efnahagsmála Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Hér á landi sáðu stjórnvöld til útrásar og uppbyggingar atvinnugreinar á alþjóðavísu í fjármálageira. Hér var stefnt að því að koma upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð og fagnað var þróttmiklum vexti bankanna og skatttekjunum sem starfsemi fjármálageirans færði þjóðarbúinu. Núna standa eftir rústirnar einar af þessari uppbyggingu. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, fór yfir uppskeru októbermánaðar í ávarpi sínu á þingi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun. Hann sagði uppskeruna hafa verið ömurlega, myglaða og úr sér gengna en þó „að mestu eins og sáð hafði verið til" og kvað Seðlabankann hafa haft uppi margvísleg varnaðarorð um þróun mála síðustu mánuði. Á máli hans mátti skilja að ábyrgðin á þróun mála lægi alls staðar annars staðar en hjá Seðlabanka Íslands. Meira að segja fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í að láta hjá líða að lesa rétt á milli lína í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem birt var í maí. Þar var því hins vegar haldið fram að þrátt fyrir þrengingar væri fjármálakerfið enn í meginatriðum traust, að Seðlabanki Íslands setti lausafjárreglur og hefði eftirlit með lausafjárstöðu innlánsstofnana og að innstæða væri næg á afskriftareikningum bankanna. Hafi Seðlabankinn í raun séð fyrir hættuna á falli bankakerfisins þá lét hann hjá líða að grípa til aðgerða. Hér var hvorki byggður upp gjaldeyrisvaraforði af þeirri stærð að gæti orðið bönkunum bakland, né heldur bönkunum settar skorður með aukinni bindiskyldu. Og þótt forsvarsmenn Seðlabankans kunni að hafa haft uppi almenn varnaðarorð á tímum sem öllum mátti í byrjun þessa árs vera ljóst að voru viðsjárverðir, þá virðist hafa skort á að bent væri á leiðir til úrlausnar þar sem tryggður væri fjármálastöðugleiki í landinu. Eftir stendur að Seðlabanki Íslands er rúinn trausti. Þá er ekki að undra að spjótin beinist að formanni bankastjórnarinnar, enda birtist hann ekki í hlutverki seðlabankastjóra upp úr einhverju tómarúmi, heldur sem stjórnmálaleiðtogi og einn af höfundum þeirrar þjóðfélagsskipanar sem fólk býr nú við. Jón Steinsson, hagfræðingur og lektor við Columbia-háskóla, er meðal þeirra sem bent hafa á mistök Seðlabankans í efnahagskreppunni og er talsmaður þess að skipt verði um stjórn bankans. Í viðtali við Fréttablaðið í byrjun vikunnar bendir hann á Má Guðmundsson, fyrrum aðalhagfræðing Seðlabankans, sem nú starfar hjá Alþjóðabankanum, sem vænlegasta kostinn í stól seðlabankastjóra. Fleiri kostir eru í stöðunni. Einnig hefur verið hreyft við þeirri hugmynd að ráða hingað hagfræðinginn Frederic Mishkin, sem þaulkunnugur er íslensku efnahagslífi eftir að hafa árið 2006 ritað með Tryggva Þór Herbertssyni skýrslu um íslensk efnahagsmál. Hann lét í fyrravor af störfum sem einn bankastjóra seðlabanka Bandaríkjanna og kann að vera á lausu. Aðkoma slíks manns kynni að vera happadrjúg, enda nýtur hann trausts af sínum fyrri störfum og ber ekki með sér bagga fortíðar úr íslensku stjórnmálalífi. Mishkin verður að minnsta kosti ekki „sakaður um" að hafa verið í Alþýðubandalaginu. Hér verður að koma á trúverðugri stjórn þar sem framtíðarsýn er skýr. Kjörnir fulltrúar sitja eðli málsins samkvæmt líkast til flestir fram að kosningum, en þeim verður að flýta sem kostur er. Embættismönnum er hægt að skipta út fyrr. Með núverandi stjórn er Seðlabankinn ótrúverðugur og þá um leið fjármálakerfi landsins. Þetta ástand grefur svo aftur undan viðleitni til að gera krónuna að nothæfum gjaldmiðli á ný. Vantraust á stjórn efnahagsmála endurspeglast í vantrausti á gjaldmiðilinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hér á landi sáðu stjórnvöld til útrásar og uppbyggingar atvinnugreinar á alþjóðavísu í fjármálageira. Hér var stefnt að því að koma upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð og fagnað var þróttmiklum vexti bankanna og skatttekjunum sem starfsemi fjármálageirans færði þjóðarbúinu. Núna standa eftir rústirnar einar af þessari uppbyggingu. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, fór yfir uppskeru októbermánaðar í ávarpi sínu á þingi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorgun. Hann sagði uppskeruna hafa verið ömurlega, myglaða og úr sér gengna en þó „að mestu eins og sáð hafði verið til" og kvað Seðlabankann hafa haft uppi margvísleg varnaðarorð um þróun mála síðustu mánuði. Á máli hans mátti skilja að ábyrgðin á þróun mála lægi alls staðar annars staðar en hjá Seðlabanka Íslands. Meira að segja fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í að láta hjá líða að lesa rétt á milli lína í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem birt var í maí. Þar var því hins vegar haldið fram að þrátt fyrir þrengingar væri fjármálakerfið enn í meginatriðum traust, að Seðlabanki Íslands setti lausafjárreglur og hefði eftirlit með lausafjárstöðu innlánsstofnana og að innstæða væri næg á afskriftareikningum bankanna. Hafi Seðlabankinn í raun séð fyrir hættuna á falli bankakerfisins þá lét hann hjá líða að grípa til aðgerða. Hér var hvorki byggður upp gjaldeyrisvaraforði af þeirri stærð að gæti orðið bönkunum bakland, né heldur bönkunum settar skorður með aukinni bindiskyldu. Og þótt forsvarsmenn Seðlabankans kunni að hafa haft uppi almenn varnaðarorð á tímum sem öllum mátti í byrjun þessa árs vera ljóst að voru viðsjárverðir, þá virðist hafa skort á að bent væri á leiðir til úrlausnar þar sem tryggður væri fjármálastöðugleiki í landinu. Eftir stendur að Seðlabanki Íslands er rúinn trausti. Þá er ekki að undra að spjótin beinist að formanni bankastjórnarinnar, enda birtist hann ekki í hlutverki seðlabankastjóra upp úr einhverju tómarúmi, heldur sem stjórnmálaleiðtogi og einn af höfundum þeirrar þjóðfélagsskipanar sem fólk býr nú við. Jón Steinsson, hagfræðingur og lektor við Columbia-háskóla, er meðal þeirra sem bent hafa á mistök Seðlabankans í efnahagskreppunni og er talsmaður þess að skipt verði um stjórn bankans. Í viðtali við Fréttablaðið í byrjun vikunnar bendir hann á Má Guðmundsson, fyrrum aðalhagfræðing Seðlabankans, sem nú starfar hjá Alþjóðabankanum, sem vænlegasta kostinn í stól seðlabankastjóra. Fleiri kostir eru í stöðunni. Einnig hefur verið hreyft við þeirri hugmynd að ráða hingað hagfræðinginn Frederic Mishkin, sem þaulkunnugur er íslensku efnahagslífi eftir að hafa árið 2006 ritað með Tryggva Þór Herbertssyni skýrslu um íslensk efnahagsmál. Hann lét í fyrravor af störfum sem einn bankastjóra seðlabanka Bandaríkjanna og kann að vera á lausu. Aðkoma slíks manns kynni að vera happadrjúg, enda nýtur hann trausts af sínum fyrri störfum og ber ekki með sér bagga fortíðar úr íslensku stjórnmálalífi. Mishkin verður að minnsta kosti ekki „sakaður um" að hafa verið í Alþýðubandalaginu. Hér verður að koma á trúverðugri stjórn þar sem framtíðarsýn er skýr. Kjörnir fulltrúar sitja eðli málsins samkvæmt líkast til flestir fram að kosningum, en þeim verður að flýta sem kostur er. Embættismönnum er hægt að skipta út fyrr. Með núverandi stjórn er Seðlabankinn ótrúverðugur og þá um leið fjármálakerfi landsins. Þetta ástand grefur svo aftur undan viðleitni til að gera krónuna að nothæfum gjaldmiðli á ný. Vantraust á stjórn efnahagsmála endurspeglast í vantrausti á gjaldmiðilinn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun