Listin að pirra fólk Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 20. nóvember 2008 06:00 Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð. Vikulegu laugardagsmótmælin eru sama marki brennd. Þingmenn og ráðherrar eru þá sofandi heima hjá sér, nota tækifærið til að skreppa óáreittir í Kringluna eða sitja makindalega í sjónvarpsstúdíói. Þegar þeir svo mæta í vinnuna aftur eftir helgina hefur Alþingi aldrei verið hreinna eða fallegra. Ekki beint réttu skilaboðin. Ég legg til gjörbreytt snið á aðgerðum þeirra sem vilja láta ráðamenn finna fyrir reiði almennings. Í staðinn fyrir friðsöm mótmæli og máttlaus blogg sé ég fyrir mér einhvers konar passíf-aggressíf mótmæli. Eitthvað sem gerir daglegt líf og starf ráðamannanna svo leiðigjarnt að þeir sjái sér á endanum ekki annað fært en að lúffa fyrir vilja þjóðarinnar. Margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum og ef allir taka höndum saman er árangur næstum gulltryggður. Stelið bílastæði Ingibjargar. Ef Árni er á eftir ykkur í röð í verslun skuluð þið vera sérlega lengi að öllu, rabba við afgreiðslufólkið og tvítelja klinkið sem þið borgið með. Ef Björgvin er í næsta bíl á rauðu ljósi, skrúfið þá niður rúðuna og stillið útvarpið á Sögu - á hæsta styrk. Ekki hleypa Geir í nein tæki í ræktinni nema svitablauta lærabanann. Smitið af starrafló alla skógarketti sem búa í námunda við Davíð. Möguleikarnir eru óþrjótandi og þetta eru bara örfá dæmi til að koma ykkur af stað. Kosturinn við aðferðina er að hún örvar hugmyndaflugið og leyfir sköpunargleðinni að njóta sín, sem ekki er vanþörf á í árferði sem þessu. Því frumlegri aðferðir, því meiri áhrif. Til hvers að taka þátt í bókstafstrúarseremóníu einu sinni í viku þegar þú getur byrjað strax í dag að pirra ráðamenn? Það er hreinlega borgaraleg skylda þín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Það er orðið ljóst, ef það var það ekki fyrir löngu, að hefðbundnar mótmælaaðgerðir skila engu á Íslandi. Borgaraleg óhlýðni er marklaust hugtak ef óhlýðnin veldur engum ama nema í besta falli nokkrum blaðamönnum sem fá yfir sig endurkast af jógúrtsulli á Alþingishúsið. Í gær kom fólk svo saman og myndaði skjaldborg utan um þinghúsið. Gallinn var sá að enginn var staddur í húsinu nema hópur skólabarna í kynnisferð. Vikulegu laugardagsmótmælin eru sama marki brennd. Þingmenn og ráðherrar eru þá sofandi heima hjá sér, nota tækifærið til að skreppa óáreittir í Kringluna eða sitja makindalega í sjónvarpsstúdíói. Þegar þeir svo mæta í vinnuna aftur eftir helgina hefur Alþingi aldrei verið hreinna eða fallegra. Ekki beint réttu skilaboðin. Ég legg til gjörbreytt snið á aðgerðum þeirra sem vilja láta ráðamenn finna fyrir reiði almennings. Í staðinn fyrir friðsöm mótmæli og máttlaus blogg sé ég fyrir mér einhvers konar passíf-aggressíf mótmæli. Eitthvað sem gerir daglegt líf og starf ráðamannanna svo leiðigjarnt að þeir sjái sér á endanum ekki annað fært en að lúffa fyrir vilja þjóðarinnar. Margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum og ef allir taka höndum saman er árangur næstum gulltryggður. Stelið bílastæði Ingibjargar. Ef Árni er á eftir ykkur í röð í verslun skuluð þið vera sérlega lengi að öllu, rabba við afgreiðslufólkið og tvítelja klinkið sem þið borgið með. Ef Björgvin er í næsta bíl á rauðu ljósi, skrúfið þá niður rúðuna og stillið útvarpið á Sögu - á hæsta styrk. Ekki hleypa Geir í nein tæki í ræktinni nema svitablauta lærabanann. Smitið af starrafló alla skógarketti sem búa í námunda við Davíð. Möguleikarnir eru óþrjótandi og þetta eru bara örfá dæmi til að koma ykkur af stað. Kosturinn við aðferðina er að hún örvar hugmyndaflugið og leyfir sköpunargleðinni að njóta sín, sem ekki er vanþörf á í árferði sem þessu. Því frumlegri aðferðir, því meiri áhrif. Til hvers að taka þátt í bókstafstrúarseremóníu einu sinni í viku þegar þú getur byrjað strax í dag að pirra ráðamenn? Það er hreinlega borgaraleg skylda þín.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun