Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Óli Tynes skrifar 6. apríl 2008 19:15 Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár. Pólstjörnumálið Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár.
Pólstjörnumálið Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira