Benedikt boðar breytingar hjá KR 4. apríl 2008 15:09 Benedikt axlar ábyrgð á tapinu í gær Mynd/Daniel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum