Benedikt boðar breytingar hjá KR 4. apríl 2008 15:09 Benedikt axlar ábyrgð á tapinu í gær Mynd/Daniel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira