KR tryggði sér oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 21:57 Pálmi Sigurgeirssons skoraði gríðarlega mikilvægan þrist í lok framlengingarinnar. Nate Brown fylgist hér með honum. Mynd/Arnþór KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu. Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira