Körfubolti

Lottomatica úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór í leik með Lottomatica Roma í Meistaradeildinni.
Jón Arnór í leik með Lottomatica Roma í Meistaradeildinni. Nordic Photos / AFP
Jón Arnór Stefánsson skoraði níu stig fyrir Lottomatica Roma sem tapaði í dag fyrir Unicaja og féll þar með úr leik í Meistaradeild Evrópu í körfubolta.

Lottomatica hefði þurft að vinna í dag og stóla á sigur CSKA Moskvu gegn Barcelona í hinum leik riðilsins. Börsungar unnu hins vegar þann leik, 64-62, og fóru þar með ásamt Moskvumönnum í fjórðungsúrslit keppninnar.

Staðan í hálfleik var 33-29, Unicaja í vil og Spánverjarnir gáfu svo í í seinni hálfleik og unnu 21 stigs sigur, 79-58.

Jón Arnór skoraði níu stig á 25 mínútum í leiknum, tók þrjú fráköst og stal einum bolta. Skotnýting hans utan af velli var 33 prósent en hann nýtti þó eina vítakastið sitt í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×