Úrvalslið Iceland Express deildar karla fyrir síðustu sjö umferðir deildarkeppninnar var valið nú í hádeginu. Snæfell á besta leikmanninn og besta þjálfarann.
Justin Shose var valinn besti leikmaðurinn og Geof Kotila besti þjálfarinn. Besti dómarinn var valinn Sigmundur Már Herbertsson.
Úrvalsliðið er þannig skipað:
Justin Shose, Snæfelli
Cedric Isom, Þór
Brenton Birmingham, Njarðvík
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Hlynur Bæringsson, Snæfelli