Þórsarar í úrslitakeppnina Elvar Geir Magnússon skrifar 18. mars 2008 21:00 Keflvíkingar fengu deildarmeistarabikarinn í kvöld. Mynd/Víkurfréttir Lokaumferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór Akureyri vann góðan sigur á Snæfelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins og einnig hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni. KR - Skallagrímur 103-75KR-ingar hefðu getað dottið niður í þriðja sætið hefðu þeir tapað gegn Skallagrími. Það gerðist þó ekki og KR endaði í öðru sætinu. Jeremiah Sola skoraði 20 stig fyrir KR, Joshua Helm 19 og Brynjar Björnsson 17. Stigahæstur í liði Skallagríms var Darrell Flake með 31 stig. Stjarnan - Tindastóll 85-83Sigurliðið í þessum leik þurfti að treysta á að Þór Akureyri myndi tapa gegn Snæfelli til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar unnu hinsvegar fyrir norðan og hafa þessi lið því lokið keppni í vetur. Dimitar Karadzovski var með 21 stig fyrir Stjörnumenn sem unnu tveggja stiga sigur. Jovan Zdravevzki var með 20 stig. Hjá Tindastóli skoraði Joshua Buettner 23 stig. Njarðvík - Grindavík 102-92Njarðvíkingar hafa tryggt sér heimavallarréttinn í einvíginu gegn Snæfelli. Grindvíkingar áttu fyrir leikinn möguleika á að ná öðru sæti deildarinnar en þar sem KR vann Skallagrím tókst það ekki. Damon Bailey skoraði 25 stig fyrir Njarðvík en Hörður Vilhjálmsson 21. Jamaal Williams var stigahæstur Grindvíkinga með 23 stig.Þór Akureyri - Snæfell 88-78Snæfellingar höfðu unnið níu leiki í röð fyrir þennan leik. Þórsarar höfðu þó betur í kvöld og með þessum sigri komust þeir í úrslitakeppnina. Cedric Isom var með 35 stig í liði Þórs en Luka Marolt með 23 stig. Keflavík - Fjölnir 93-58Keflvíkingar fengu deildarmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa unnið fallna Fjölnismenn örugglega. Bobby Walker var stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig, Tommy Johnson var með 21 en Anthony Drejaj skoraði mest Fjölnismanna eða 15 stig.ÍR - Hamar 102-74Fyrir leikinn voru Breiðhyltingar öruggir í úrslitakeppnina og Hamarsmenn fallnir.Í úrslitakeppninni mætast:Keflavík - Þór KR - ÍR Grindavík - Skallagrímur Njarðvík - Snæfell Smelltu hér til að sjá lokastöðuna í deildinni. Dominos-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Lokaumferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór Akureyri vann góðan sigur á Snæfelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins og einnig hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni. KR - Skallagrímur 103-75KR-ingar hefðu getað dottið niður í þriðja sætið hefðu þeir tapað gegn Skallagrími. Það gerðist þó ekki og KR endaði í öðru sætinu. Jeremiah Sola skoraði 20 stig fyrir KR, Joshua Helm 19 og Brynjar Björnsson 17. Stigahæstur í liði Skallagríms var Darrell Flake með 31 stig. Stjarnan - Tindastóll 85-83Sigurliðið í þessum leik þurfti að treysta á að Þór Akureyri myndi tapa gegn Snæfelli til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar unnu hinsvegar fyrir norðan og hafa þessi lið því lokið keppni í vetur. Dimitar Karadzovski var með 21 stig fyrir Stjörnumenn sem unnu tveggja stiga sigur. Jovan Zdravevzki var með 20 stig. Hjá Tindastóli skoraði Joshua Buettner 23 stig. Njarðvík - Grindavík 102-92Njarðvíkingar hafa tryggt sér heimavallarréttinn í einvíginu gegn Snæfelli. Grindvíkingar áttu fyrir leikinn möguleika á að ná öðru sæti deildarinnar en þar sem KR vann Skallagrím tókst það ekki. Damon Bailey skoraði 25 stig fyrir Njarðvík en Hörður Vilhjálmsson 21. Jamaal Williams var stigahæstur Grindvíkinga með 23 stig.Þór Akureyri - Snæfell 88-78Snæfellingar höfðu unnið níu leiki í röð fyrir þennan leik. Þórsarar höfðu þó betur í kvöld og með þessum sigri komust þeir í úrslitakeppnina. Cedric Isom var með 35 stig í liði Þórs en Luka Marolt með 23 stig. Keflavík - Fjölnir 93-58Keflvíkingar fengu deildarmeistarabikarinn í hendurnar eftir að hafa unnið fallna Fjölnismenn örugglega. Bobby Walker var stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig, Tommy Johnson var með 21 en Anthony Drejaj skoraði mest Fjölnismanna eða 15 stig.ÍR - Hamar 102-74Fyrir leikinn voru Breiðhyltingar öruggir í úrslitakeppnina og Hamarsmenn fallnir.Í úrslitakeppninni mætast:Keflavík - Þór KR - ÍR Grindavík - Skallagrímur Njarðvík - Snæfell Smelltu hér til að sjá lokastöðuna í deildinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira