Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna þar sem efsta lið deildarinnar, Keflavík, vann stórsigur á Íslandsmeisturum Hauka.
Niðurstaðan var 48 stiga sigur, 106-58, en staðan í hálfleik var 56-30.
Kesha Watson var stigahæst hjá Keflavík með 34 stig auk þess sem hún stal níu boltum. Birna Valgarðsdóttir skoraði 22 stig á aðeins nítján mínútum en Susanne Biemer kom næst með fimmtán stig.
Hjá Haukum var Telma Björk Fjalarsdóttir stigahæst með fjórtán stig auk þess sem hún tók sautján fráköst í leiknum. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði ellefu stig.
Þá vann Hamar góðan sigur á Fjölni í Grafarvogi, 78-50. Sigurinn hjá Hamri var nokkuð auðveldur en staðan í hálfleik var 43-23, Hamar í vil. Fjölnir gerði sig líklegt til að hleypa spennu í leikinn í þriðja leikhluta en sú barátta var á þunnum grunni byggð. Hamarsstúlkur sögðu hingað og ekki lengra og innbyrtu öruggan og jafnframt auðveldan sigur.
Iva Milevoj var stigahæst hjá Hamri með 23 stig en La K. Barkus kom næst með sautján stig. Slavica Dimovska var stigahæst hjá Fjölni með 27 stig.
Keflavík er enn á toppi deildarinnar með 36 stig og fjögurra stiga forskot á KR sem er í öðru sæti. Liðin mætast í næstu umferð og ef Keflavík vinnur tryggir liðið sér deildarmeistaratitilinn.
Haukar eru í fjórða sæti með 26 stig, fjórum stigum á eftir Grindavík. Hamar er í sjötta sæti með átta stig og Fjölnir í sjöunda og neðsta sæti með tvö stig.
Keflavík burstaði Hauka
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
