Snæfellingar urðu bikarmeistarar með sigri á Fjölni 109-85 í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Snæfell vinnur þennan titil.
Snæfell byrjaði leikinn betur og var yfir í hálfleik með tíu stiga mun 48-38. Fyrir síðasta leikhlutann hafði liðið sautján stiga forskot og vann á endanum með 24 stiga mun.
Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í liði Snæfells með 30 stig en hjá Fjölnisliðinu skoraði Anthony Drejaj mest eða 28 stig.
„Við bara spiluðum okkar leik. Héldum haus og gerðum þetta bara einfalt. Það var ekkert vanmat í gangi," sagði Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfelli í viðtali við Rúv eftir leikinn.