Webb: Verðum hættulegir í úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 16:05 Ken Webb, þjálfari Skallagríms, og Hannes Jónsson formaður KKÍ. Mynd/E. Stefán Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. „Þetta hefur gengið bara þokkalega vel hjá okkur," sagði Webb í samtali við Vísi í dag. „Nokkrir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða en strákarnir hafa lagt hart sér og undanfarinn mánuður hefur verið góður - þar til kannski nú um helgina," sagði hann og hló. Skallagrímur tapaði um helgina fyrir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar og það á heimavelli. „Ég sagði strákunum að þeir þurftu að halda væntingum sínum í algjöru lágmarki. Maður horfir kannski á stöðutöfluna í deildinni og dregur þá ályktun að þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir okkur. En það þarf samt alltaf að spila þessa leiki til enda og við náðum okkur engan veginn á strik síðustu sjö mínúturnar." Hann segir þó að útlitið sé bjart hjá Skallagrími og hann stefnir á að tryggja liðinu sem besta sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. „Það eru erfiðir leikir framundan, þar af fjórir á útivelli, og ætlum við að klára deildina eins vel og við mögulega getum. Svo verðum við bara að sjá til þegar í úrslitakeppnina er komið." Þeir Axel Kárason og Milijica Zekovic hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en sá síðarnefndi hefur hægt og rólega verið að ná sínu fyrra formi. Webb býst við að það sé stutt í Axel og þá hefur liðið fengið til sín nýjan leikmann. Sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu. Hann hefur ekkert spilað með Skallagrími til þessa en gæti vel spilað sinn fyrsta leik gegn Fjölni á fimmtudaginn kemur. „Mín lið hafa alltaf verið betri eftir áramót og hefur það verið tilfellið hjá okkur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að koma til skila nýjum áherslum og nýrri hugmyndafræði en mínir menn eru allir að koma til." „Ég er þjálfari af gamla skólanum og tel að titlar vinnist á varnarleik og fráköstum. Ég hef reynt að einbeita mér að þessu á æfingum sem er nýtt af nálinni fyrir suma strákana. En þetta er allt að koma og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ef við verðum lausir við meiðsli getum við verið með hættulegt lið í úrslitakeppninni." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02 Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Sjá meira
Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. „Þetta hefur gengið bara þokkalega vel hjá okkur," sagði Webb í samtali við Vísi í dag. „Nokkrir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða en strákarnir hafa lagt hart sér og undanfarinn mánuður hefur verið góður - þar til kannski nú um helgina," sagði hann og hló. Skallagrímur tapaði um helgina fyrir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar og það á heimavelli. „Ég sagði strákunum að þeir þurftu að halda væntingum sínum í algjöru lágmarki. Maður horfir kannski á stöðutöfluna í deildinni og dregur þá ályktun að þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir okkur. En það þarf samt alltaf að spila þessa leiki til enda og við náðum okkur engan veginn á strik síðustu sjö mínúturnar." Hann segir þó að útlitið sé bjart hjá Skallagrími og hann stefnir á að tryggja liðinu sem besta sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. „Það eru erfiðir leikir framundan, þar af fjórir á útivelli, og ætlum við að klára deildina eins vel og við mögulega getum. Svo verðum við bara að sjá til þegar í úrslitakeppnina er komið." Þeir Axel Kárason og Milijica Zekovic hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en sá síðarnefndi hefur hægt og rólega verið að ná sínu fyrra formi. Webb býst við að það sé stutt í Axel og þá hefur liðið fengið til sín nýjan leikmann. Sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu. Hann hefur ekkert spilað með Skallagrími til þessa en gæti vel spilað sinn fyrsta leik gegn Fjölni á fimmtudaginn kemur. „Mín lið hafa alltaf verið betri eftir áramót og hefur það verið tilfellið hjá okkur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að koma til skila nýjum áherslum og nýrri hugmyndafræði en mínir menn eru allir að koma til." „Ég er þjálfari af gamla skólanum og tel að titlar vinnist á varnarleik og fráköstum. Ég hef reynt að einbeita mér að þessu á æfingum sem er nýtt af nálinni fyrir suma strákana. En þetta er allt að koma og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ef við verðum lausir við meiðsli getum við verið með hættulegt lið í úrslitakeppninni." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02 Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Sjá meira
Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02
Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum