Ber að þegja? 17. janúar 2008 11:28 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast mjög hvað fjölmiðlar fjalla mikið um ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara við héraðsdómana nyrðra og eystra. Í nýjustu færslu sinni segir Björn: "Sérkennilegt er að fylgjast með því, hvernig fréttamenn ljósvakamiðlanna halda lífi í umræðum um skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Æsingagreinar í Fréttablaðinu eru gerðar að fréttaefni." Hér á gamli blaðamaðurinn að vita betur. Æsingargreinar? Er æsingurinn blaðsins? Eða annarra fjölmiðla? Nei, það er að vitna í harðorð skrif. Mjög harðorð. Eiginlega óvenjulega harðorð. Það eru einmitt stjórnmálamennirnir og löglærðir, öðrum fremur, sem hafa haldið lífi í þessari umræðu síðustu daga, jafnt með bloggi sínu og blaðaskrifum og fréttaviðtölum, sem og harkalegum umræðum á Alþingi, þar sem ýmis stóryrðin falla. Dag eftir dag. Auðvitað er það líka stórfrétt að skorist hefur í odda með dómnefnd Péturs Kr. Hafstein og setts dómsmálaráðherra - og það eru ekki síður fréttir hvernig málsmetnandi lögspekingar, sumir hverjir innmúraðir, hafa berað skoðanir sínar á embættisveitingu Árna M. Mathiesen. Það loga eldar. Fjölmiðlum ber að fjalla um þetta mál, af því það kraumar í umræðunni. Þar eru fjölmiðlar framlenging harkalegra skoðanaskipta úti í samfélaginu. Þeir eiga að vera sú framlenging. Svo er málið Birni skylt: Árni (í hlutverki Björns) gekk á svig við umsögn dómnefndar, einkum og sér í lagi vegna reynslu Þorsteins Davíðssonar sem aðstoðarmanns Björns. Segir Árni sjálfur. Það á ekki að þagga niður það sem er í umræðunni. Hitt er að vísu laukrétt hjá Birni að það eru takmörk fyrir ofstækinu, eins og hann sjálfur segir í pistli sínum: "Vegna greinar Sigurðar Líndals í Fréttablaðinu í gær hefðu fréttamennirnir mátt rifja upp orðin, sem höfð eru eftir bandaríska heimspekingnum Leo Strauss: Umræðum eða deilum lýkur, þegar annar aðilinn tekur að líkja hinum við Hitler og nasista. Eitt að lokum: Reynum að halda persónu Þorsteins Davíðssonbar utan þessa alls. Hann sótti um. Það er hans eina sök í málinu. Og er ekki einu sinni sök. Þótt hann hafi hreppt starfann. Gangi honum vel ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast mjög hvað fjölmiðlar fjalla mikið um ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara við héraðsdómana nyrðra og eystra. Í nýjustu færslu sinni segir Björn: "Sérkennilegt er að fylgjast með því, hvernig fréttamenn ljósvakamiðlanna halda lífi í umræðum um skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Æsingagreinar í Fréttablaðinu eru gerðar að fréttaefni." Hér á gamli blaðamaðurinn að vita betur. Æsingargreinar? Er æsingurinn blaðsins? Eða annarra fjölmiðla? Nei, það er að vitna í harðorð skrif. Mjög harðorð. Eiginlega óvenjulega harðorð. Það eru einmitt stjórnmálamennirnir og löglærðir, öðrum fremur, sem hafa haldið lífi í þessari umræðu síðustu daga, jafnt með bloggi sínu og blaðaskrifum og fréttaviðtölum, sem og harkalegum umræðum á Alþingi, þar sem ýmis stóryrðin falla. Dag eftir dag. Auðvitað er það líka stórfrétt að skorist hefur í odda með dómnefnd Péturs Kr. Hafstein og setts dómsmálaráðherra - og það eru ekki síður fréttir hvernig málsmetnandi lögspekingar, sumir hverjir innmúraðir, hafa berað skoðanir sínar á embættisveitingu Árna M. Mathiesen. Það loga eldar. Fjölmiðlum ber að fjalla um þetta mál, af því það kraumar í umræðunni. Þar eru fjölmiðlar framlenging harkalegra skoðanaskipta úti í samfélaginu. Þeir eiga að vera sú framlenging. Svo er málið Birni skylt: Árni (í hlutverki Björns) gekk á svig við umsögn dómnefndar, einkum og sér í lagi vegna reynslu Þorsteins Davíðssonar sem aðstoðarmanns Björns. Segir Árni sjálfur. Það á ekki að þagga niður það sem er í umræðunni. Hitt er að vísu laukrétt hjá Birni að það eru takmörk fyrir ofstækinu, eins og hann sjálfur segir í pistli sínum: "Vegna greinar Sigurðar Líndals í Fréttablaðinu í gær hefðu fréttamennirnir mátt rifja upp orðin, sem höfð eru eftir bandaríska heimspekingnum Leo Strauss: Umræðum eða deilum lýkur, þegar annar aðilinn tekur að líkja hinum við Hitler og nasista. Eitt að lokum: Reynum að halda persónu Þorsteins Davíðssonbar utan þessa alls. Hann sótti um. Það er hans eina sök í málinu. Og er ekki einu sinni sök. Þótt hann hafi hreppt starfann. Gangi honum vel ... -SER.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun