Meistaradeildin: Baráttan um toppsætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 19:00 Evrópumeistarar Manchester United verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / AFP Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum. Í gær fór lokaumferðin fram í riðlum A til D þar sem það réðst hvaða lið urðu í efsta sæti og hvaða lið í öðru sæti. Riðlakeppnin klárast svo í kvöld er lokaumferð riðla E til H fer fram. Í Meistaradeildinni gildir sú regla að árangur í innbyrðis viðureignum ræður hvort liðið lendir ofar ef tvö lið eru jöfn að stigum. Ef innbyrðis árangur er jafn ræður heildarmarkatala riðlanna fyrst, svo fjöldi skoraðra marka. Ekkert liðanna sem eru að spila í kvöld er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins og er því spenna á mörgum vígstöðum, þó svo að það sé ljóst í öllum riðlum hvaða tvö lið komast áfram í 16-liða úrslitin. Hér má sjá stöðuna í riðlinum og hvað liðin þurfa að gera til að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli. E-riðill: 1. Manchester United 9 stig (+6) 2. Villarreal 9 (+4) Leikirnir í kvöld: Celtic - Villarreal Manchester United - Álaborg (Beint á Stöð 2 Sport 4) Báðum leikjum Manchester United og Villarreal í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli. Því verður heildarstaða liðanna í riðlinum að ráða hvort liðið lendir ofar í kvöld. Manchester United er með betra heildarmarkahlutfall og dugir því jafn góð úrslit í sínum leik og hjá Villarreal eða þá einu marki lakara, hvort sem á við sigur eða tap. Villarreal verður annað hvort að vinna sinn leik með tveimur mörkum meira en Manchester United (ef United vinnur sinn leik líka) eða tapa með tveimur færri mörkum en United (ef United tapar líka). Villarreal hefur skorað níu mörk alls í riðlinum en United sjö. Geri bæði lið jafntefli tryggir Manchester United sér efsta sæti riðilsins. F-riðill: 1. Lyon 11 stig (+5) 2. Bayern 11 (+7) Þessi lið mætast innbyrðis í kvöld en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Lyon dugir því markalaust jafntefli í kvöld þar sem liðið væri þá búið að skora fleiri mörk á útivelli. Verði niðurstaðan hins vegar jafntefli þar sem bæði lið skora mun Bayern komast áfram. Til frekari skýringar má nefna að ef úrslit leiksins í kvöld verður 1-1 kemst Bayern áfram á betra heildarmarkahlutfalli. Þá þarf varla að taka fram að lykti leiknum ekki með jafntefli mun sigurvegari leiksins tryggja sér efsta sæti riðilsins. G-riðill: 1. Arsenal 11 (+8) 2. Porto 9 (-1) Þessi lið mætast í Portúgal í kvöld en þar sem þessi lið geta aldrei orðið jöfn að stigum skipta úrslitin í fyrri leiknum engu máli. Sigurvegari leiksins nær efsta sætinu en Arsenal dugir jafnteflið. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. H-riðill: 1. Juventus 11 (+4) 2. Real Madrid 9 (+1) Leikirnir í kvöld: Juventus - BATE Borisov Real Madrid - Zenit St. Pétursborg Staða Real Madrid í riðlinum er öllu verri þar sem liðið verður að treysta á að BATE vinni Juventus, auk þess að vinna sinn eigin leik. Ef BATE nær jafntefli gegn Juventus og Real Madrid vinnur sinn leik verða bæði lið jöfn að stigum. Þar hefur þó Juventus vinninginn vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum. Juventus dugir því jafntefli gegn BATE í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Juventus mætti svo sem tapa sínum leik ef Real Madrid vinnur ekki Zenit. Úrslitin í hinum riðlunum: A-riðill: 1. Roma 2. Chelsea B-riðill: 1. Panathinaikos 2. Inter C-riðill: 1. Barcelona 2. Sporting Lissabon D-riðill: 1. Liverpool 2. Atletico Madrid
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira