Lögin eru háð geðsveiflum 28. nóvember 2008 06:45 Þormóður Dagsson, Svavar Pétur Eysteinsson, Berglind Häsler og Örn Ingi Ágústsson skipa hljómsveitina Skakkamanage sem gefur út aðra plötu sína í dag. mynd/orri jónsson Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Upptökur á nýjustu plötu Skakkamanage, All Over the Face, reyndu svo mjög á taugar forsprakkans Svavars Péturs Eysteinssonar að hann þurfti að leggjast inn á heilsuhæli í miðjum upptökum. „Þetta tók svo mikið á að ég þurfti að leggjast inn til að ná mér niður og til að endurforrita mig fyrir framtíðina," segir Svavar. „Þetta er frægt heilsuhæli í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk á öllum aldri getur hvílt sig og komið út sem betri manneskjur. Það er meira en að segja það að klambra saman heilli plötu í einni lotu." Platan var tekin upp „live" á frekar skömmum tíma og var keyrslan því mikil í hljóðverinu. Svo mikil að upptökustjórinn Orri Jónsson úr Slowblow hefur tekið þá ákvörðun að hljóðrita ekki fleiri hljómsveitir í framtíðinni, hvorki meira né minna. All Over the Face hefur að geyma ljúfsárar ballöður í bland við hávaðarokk. „Lögin eru háð okkar geðsveiflum og fara úr miklum rólegheitum í miklar öfgar," segir Svavar, sem fyrr á árinu barðist hvað harðast fyrir húsafriðun í miðborg Reykjavíkur. Krafðist hann þess meðal annars að barinn Sirkus yrði látinn vera, en án árangurs. Hann vill þó ekki meina að textarnir á plötunni feli í sér þennan boðskap. „Ég held að það sé frekar að pirringurinn í garð Reykjavíkurborgar, skipulagsyfirvalda og útþenslu kapítalismans hafi skilað sér í lögin frekar en textana." Hann býr nú á Seyðisfirði ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Häsler, sem er líka í Skakkamanage. „Það hefur gengið á ýmsu í þessu bandi. Maður er búinn að stökkbreytast algjörlega, fluttur út á land og búinn að hvíla sig á Reykjavík í bili. Ég tek henni fagnandi aftur þegar ég verð búinn að sættast við hana á ný." Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Upptökur á nýjustu plötu Skakkamanage, All Over the Face, reyndu svo mjög á taugar forsprakkans Svavars Péturs Eysteinssonar að hann þurfti að leggjast inn á heilsuhæli í miðjum upptökum. „Þetta tók svo mikið á að ég þurfti að leggjast inn til að ná mér niður og til að endurforrita mig fyrir framtíðina," segir Svavar. „Þetta er frægt heilsuhæli í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem fólk á öllum aldri getur hvílt sig og komið út sem betri manneskjur. Það er meira en að segja það að klambra saman heilli plötu í einni lotu." Platan var tekin upp „live" á frekar skömmum tíma og var keyrslan því mikil í hljóðverinu. Svo mikil að upptökustjórinn Orri Jónsson úr Slowblow hefur tekið þá ákvörðun að hljóðrita ekki fleiri hljómsveitir í framtíðinni, hvorki meira né minna. All Over the Face hefur að geyma ljúfsárar ballöður í bland við hávaðarokk. „Lögin eru háð okkar geðsveiflum og fara úr miklum rólegheitum í miklar öfgar," segir Svavar, sem fyrr á árinu barðist hvað harðast fyrir húsafriðun í miðborg Reykjavíkur. Krafðist hann þess meðal annars að barinn Sirkus yrði látinn vera, en án árangurs. Hann vill þó ekki meina að textarnir á plötunni feli í sér þennan boðskap. „Ég held að það sé frekar að pirringurinn í garð Reykjavíkurborgar, skipulagsyfirvalda og útþenslu kapítalismans hafi skilað sér í lögin frekar en textana." Hann býr nú á Seyðisfirði ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Häsler, sem er líka í Skakkamanage. „Það hefur gengið á ýmsu í þessu bandi. Maður er búinn að stökkbreytast algjörlega, fluttur út á land og búinn að hvíla sig á Reykjavík í bili. Ég tek henni fagnandi aftur þegar ég verð búinn að sættast við hana á ný."
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira