Íslendingur fundinn sekur í Færeyjum Jóhanna Sigþórsdóttir skrifar 12. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum. Pólstjörnumálið Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Kviðdómur í Færeyjum komst að þeirri niðurstöðu síðdegis í gær að 25 ára Íslendingur í Færeyjum, Birgir Páll Marteinsson, væri sekur um vörslu á fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Þyngd refsingar hafði ekki verið ákvörðuð þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Pólstjörnumálið snerist um smygl á um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, hingað til lands. Tveir menn sigldu skútunni með efnunum, en sex menn voru síðan dæmdir vegna málsins. Birgir var fundinn sekur um að hafa efnin í vörslu sinni hluta þess tíma sem tveir af smyglurunum, þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson, voru í Færeyjum. Þá var Birgir fundinn sekur um að hafa hjálpað til við að smygla efnunum á þessum tíma með því að hafa á ýmsan hátt hjálpað skútumönnunum áður en þeir héldu för sinni áfram hingað til lands. Loks var hann sakfelldur fyrir að hafa tekið á móti miklu magni amfetamíns og e-töfludufts sem átti að fara til ónafngreinds manns í Færeyjum. Það ríkti mikill kvíði hjá Birgi og aðstandendum hans í Færeyjum í gærkvöld, þegar beðið var úrskurðar kviðdóms og dómara um þyngd refsingarinnar. „Sonur minn skilur þetta ekki, þetta er eins og að lenda í hakkavél,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir Birgis. „Þegar þessir drengir komu til hans og hann vissi hvað var í gangi þá var hann kominn inn í aðstæður sem hann réði ekkert við. Hann varð einfaldlega hræddur. Það er ekkert elsku mamma í fíkniefnaheiminum og hann ætlaði hvorki að fara að leggja vini sína né ættingja heima á Íslandi í hættu. Hann lagði sig í líma að losna við mennina í burtu þegar hann vissi hvers kyns var.“ Nær hálfs árs einangrunarvist sem Birgir mátti sæta hefur verið gagnrýnd. Færeyjadeild Amnesty International hyggst í kjölfarið kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum.
Pólstjörnumálið Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent