Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson verður í leikmannahópi Njarðvíkur í kvöld þegar liðið mætir Breiðablik í Powerade-bikarnum.
Til stendur að Logi spili með Njarðvíkingum í vetur en það mun þó líklega ekki ráðast endanlega fyrr en um mánaðamótin.
Karfan.is greindi frá þessu í dag.