Drama- drottning Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 7. maí 2008 00:01 Faðir minn var vel lesinn í Íslendingasögunum og lunkinn við að kveikja áhuga á sagnaarfinum. Sem spons var ég í hefðbundnum álögum lítilla stúlkna sem vilja ólmar vera prinsessur. Þá fékk ég ítarlegar frásagnir af hennar hágöfgi Melkorku sem rænt var frá Írlandi og var bæði stórlynd og staðföst. Í útgáfu pabba var hún langamma mín í beinan kvenlegg sem þýddi þar með að ég var sjálf konungborin. Árum síðar fékk ég loks tækifæri til að hitta annað kóngafólk á hátignarlegum tónleikum í útlöndum. Vegna þess að tilefnið var ærið og staðurinn glæsilegur fór ég í fínasta kjólinn og þaggaði strengilega niður í mínum innri pönkara sem þolir ekkert tildur. Við hjónin vorum svo heppin að sitja beint fyrir aftan hásætin svo ég hefði næstum getað rótað í hárinu á drottningunni. Það hefði minn innri pönkari trúlega gert í eilífri viðleitni við að koma mér í vandræði, en hann var sumsé bundinn og keflaður. Ég var til sóma, sat og stóð eins og hirðsiðameistarinn fyrirskipaði og tókst að vera alveg kjur í sætinu fram að hléi. Þá var sérstök konungleg móttaka fyrir fáeina útvalda og vegna þess að ég er komin í beinan kvenlegg af Melkorku prinsessu var ég auðvitað þar. Röðin að kóngi og drottningu var dálítið löng svo enn voru nokkrar mínútur til að æfa samræðutæknina. Þegar aðeins fáeinir metrar skildu okkur hátignirnar að vatt sér að okkur áðurnefndur hirðsiðameistari og kippti mér út úr röðinni. Útskýrði hraðmæltur að aðeins öðru okkar hjóna hlotnaðist heiðurinn af handabandi við konung. Það skyldi vera bóndi minn og ekki oss. Minn innri pönkari lítur út alveg eins og ég en hefur ekki nokkurn sans fyrir siðareglum. Þegar hágöfgin létu loksins sjá sig eftir hlé átti salurinn að rísa á fætur að viðlagðri næstum dauðarefsingu. Þetta hefði verið glæsileg fjöldahreyfing ef ekki hefði verið fyrir svívirðilegan pönkarann sem sat sem fastast í síðkjólnum beint fyrir aftan hásætin. Mér tókst rétt svo að koma í veg fyrir að hann gramsaði í hárinu á drollunni, sem var gott, því annars hefði bóndi minn þurft aðra sprengitöflu. Kannski hefur forsetinn frétt af þessum skandal, að minnsta kosti bauð hann mér ekki á Bessastaði að hitta Friðrik og Mary. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun
Faðir minn var vel lesinn í Íslendingasögunum og lunkinn við að kveikja áhuga á sagnaarfinum. Sem spons var ég í hefðbundnum álögum lítilla stúlkna sem vilja ólmar vera prinsessur. Þá fékk ég ítarlegar frásagnir af hennar hágöfgi Melkorku sem rænt var frá Írlandi og var bæði stórlynd og staðföst. Í útgáfu pabba var hún langamma mín í beinan kvenlegg sem þýddi þar með að ég var sjálf konungborin. Árum síðar fékk ég loks tækifæri til að hitta annað kóngafólk á hátignarlegum tónleikum í útlöndum. Vegna þess að tilefnið var ærið og staðurinn glæsilegur fór ég í fínasta kjólinn og þaggaði strengilega niður í mínum innri pönkara sem þolir ekkert tildur. Við hjónin vorum svo heppin að sitja beint fyrir aftan hásætin svo ég hefði næstum getað rótað í hárinu á drottningunni. Það hefði minn innri pönkari trúlega gert í eilífri viðleitni við að koma mér í vandræði, en hann var sumsé bundinn og keflaður. Ég var til sóma, sat og stóð eins og hirðsiðameistarinn fyrirskipaði og tókst að vera alveg kjur í sætinu fram að hléi. Þá var sérstök konungleg móttaka fyrir fáeina útvalda og vegna þess að ég er komin í beinan kvenlegg af Melkorku prinsessu var ég auðvitað þar. Röðin að kóngi og drottningu var dálítið löng svo enn voru nokkrar mínútur til að æfa samræðutæknina. Þegar aðeins fáeinir metrar skildu okkur hátignirnar að vatt sér að okkur áðurnefndur hirðsiðameistari og kippti mér út úr röðinni. Útskýrði hraðmæltur að aðeins öðru okkar hjóna hlotnaðist heiðurinn af handabandi við konung. Það skyldi vera bóndi minn og ekki oss. Minn innri pönkari lítur út alveg eins og ég en hefur ekki nokkurn sans fyrir siðareglum. Þegar hágöfgin létu loksins sjá sig eftir hlé átti salurinn að rísa á fætur að viðlagðri næstum dauðarefsingu. Þetta hefði verið glæsileg fjöldahreyfing ef ekki hefði verið fyrir svívirðilegan pönkarann sem sat sem fastast í síðkjólnum beint fyrir aftan hásætin. Mér tókst rétt svo að koma í veg fyrir að hann gramsaði í hárinu á drollunni, sem var gott, því annars hefði bóndi minn þurft aðra sprengitöflu. Kannski hefur forsetinn frétt af þessum skandal, að minnsta kosti bauð hann mér ekki á Bessastaði að hitta Friðrik og Mary.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun