Metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar 16. október 2008 10:58 Svali er ekki einn um að spá KR-ingum góðu gengi í vetur Mynd/Daníel Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15 Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Gríðarleg ólga hefur verið í körfunni á síðustu metrunum fyrir mót þar sem flest liðin í deildinni sögðu upp samningum við erlenda leikmenn sína til að bregðast við kreppunni sem skollin er á. Iceland Express deild karla fer formlega á stað í kvöld með þremur leikjum. "Eitt af því fáa jákvæða sem kemur út úr kreppunni er að nú reynir á íslenska leikmenn og það er gríðarlega jákvætt. Það gerir deildina síður en svo minna áhugaverða," sagði Svali í samtali við Vísi. "Það sem skiptir máli í íþróttum er að leikir séu spennandi, menn leggi sig fram og hafi alúð og þjónustulund að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hvort getan er minni eða meiri. Það sem skiptir máli er metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar sem spila fyrir sitt félag," segir Svali. Hann fagnar heimkomu landsliðsmanna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar, Loga Gunnarssonar og Jakobs Sigurðarsonar og segir að þeir eigi eftir að gera deildinni gott. "Þessir drengir koma með meiri atvinnumannsbrag inn í deildina og það smitar út frá sér innan sem utan vallar, í leikmenn og þjálfara. Heimkoma þeirra er mikið mildi og henni ber að fagna." Svali fer mjög varlega í allar spár fyrir veturinn enda getur mikið gerst enn í leikmannamálum fram á vorið. "Ég ætla að vona það að liðin fari ekki í það að sanka að sér einhverjum útlendingum á síðustu metrunum í deildinni. Auðvitað verða KR-ingar gríðarlega sterkir og þá verður gaman að sjá suðurnesjaliðin og Snæfell. Þetta verður kannski erfiður vetur fyrir einhver lið en mjög áhugaverður. Ég vona að liðin velji íslenskt í ár og deildin verður ekkert skemmtilegri eða áhugaverðari þó komi einhverjir 10-15 kanar hingað." Iceland Express deild kvenna hófst með látum í gær og í kvöld byrjar boltinn að rúlla hjá körlunum með þremur leikjum. Í kvöld: KR-ÍR 19:15 FSU-UMFN 19:15 Grindavík-Stjarnan 19:15 Annað kvöld: Keflavík-Þór A. 19:15 Breiðablik-Skallagrímu 19:15 Snæfell-Tindastóll 19:15
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira